Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 16
6
hlutfallskosningum samkvæmt grundvallarlögunum 28. júlí 1866,
40. gr., og auk þess eru þær hatðar við nefndarkosningar á ríkis-
þingi Dana. Hinn maðurinn, sem fann upp hlutfallskosningar, var
Englendingurinn Thomas Hare, sem skrifaði bækling um málið
1857. Stuart Mill skrifaði svo um málið árið 1862 og hélt hlut
fallskosningum mjög fram réttlætis vegna, og síðan má heita, að
hlutfallskosningar hafi verið á dagskrá hinna siðuðu þjóða.
Kosningaraðferð sú, sem Andræ fann upp, hefur verið lög-
leidd hér á landi með lögum 2. maí 1890, þannig, að hafa má
hlutfallskosningar, þegar á að kjósa nefndir á alþingi, og vil ég
vísa mönnum til þessara laga, sem vilja kynna sér þessa kosn-
ingaraðferð. T’að er ókostur við þessa kosningaraðferð, að kosn-
ingar eru komnar undir því, í hverri röð kjósendurnir skrifa nöfnin
á atkvæðaseðlunum, og jafnvel í hverri röð atkvæðaseðlarnir liggja.
Úr þessu hefur maður í Belgíu, að nafni D’Hondt, bætt, og
var regla sú, sem hann fann, tekin upp 28. febr. 1890 við nefndar-
kosningar í danska fólksþinginu.
Svissneskur vísindamaður að nafni Hagenbach Bischof hefur
ritað mikið um hlutfallskosningar og sett nokkrar reglur, sem miða til
þess, að gjöra reglu Hondts haganlega við þingkosningar. Eg gat
þess áður, að minnihluti kjósenda í svissneska ríkinu Tessin hefði
gjört uppreisn þar 1890 út af kosningum. Menn sömdu frið með
sér á þann hátt, að hlutfallskosningar voru ákveðnar með lögum
18. marz 1891 eftir reglum Hagenbach Bischofs. Síðan hafa hlut-
fallskosningar verið lögleiddar í hinum svissnesku smáríkjum Neu-
chátel, Geneve, Zug og Wallis. Hlutfallskosningar hafa og verið
lögleiddar í Serbíu með stjórnarskipunarlögum 22. des. 1888.
Eftir reglu Hagenbach Bischofs á að búa til skrá yfir fram-
boða úr hverjum flokki, og má eigi sami maður standa nema á
einni skrá; síðan eiga kiósendur að greiða atkvæði um skrárnar.
I'etta þótti ófrjálslegt, og því hefur sænskur maður, prófessor
Phragmén í Stokkhólmi, felt þetta úr og mega kjósendur kjósa
framboðana, eins og þeir vilja, eftir hans reglu.1 Aðferðin til að
finna, hver kosinn er, er mjög flókin hjá honum. En danskur
vísindamaður, prófessor Thiele í Kaupmannahöfn,2 hefur fundið upp
einfalda reglu til þess að reikna út, hver kosinn er, og má nú
1 Proportionella val af E. Phragmén. Stockholm 1895.
2 Om Flerfoldsvalg af Dr. T. N. '1 hiele i »Det kgl. danske Videnskabernes
Selskabs Forhandlinger <. Kbhavn 1895. Bls. 415—441.