Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 25
25
Ég hef nú í raun réttri ekki meira aö segja. En samt vil ég
reyna að gjöra þaö nokkuð ljósara, hvernig kosningar mundu fara
fram eftir því, sem hér hefur verið haldið fram. Ég verð því að
biðja menn að koma á einhvern kjörfund í einhverjum hreppi og
sjá, hvað fram fer.
Á kjörstaðnum eru margir menn og hestar, fólk að koma,
menn að fara úr reiðfötum, spretta af hestum o. s. frv. Éinghúsið
stendur opið og vér göngum inn. I’ar eru nokkrir menn fyrir.
Við þingborðið situr hreppstjórinn og tveir menn, kosnir af sýslu-
nefnd, til þess að stjórna kosningunum ásamt hreppstjóra. Til
hliðar í þinghúsinu er skrifpúlt og þiljað í kring, en á þingborðinu
er kassi einkennilega lagaður og grunar okkur þegar, að það sé
atkvæðakassinn.
Nú fer að líða að hádegi og orðið mannmargt í þinghúsinu.
Hreppstjórinn segir við sessunauta sína: »Eru atkvæðaseðlarnir
við höndina og bækurnar«. feir játa því. Rís þá hreppstjóri upp
úr sæti sínu og'segir: »Ég lýsi því yfir, að kjörþing N. hrepps
er sett«. Les hann síðan upp kosningarbréf um kosningar til al-
þingis og nokkur fleiri bréf um kosningarnar. Síðan tekur hann til
máls og segir: »Viö þessar kosningar hafa boðið sig fram 46
menn. Af þeim eru 20 vinstrimenn og hafa þeir merkið V, 20
framboðar eru hægrimenn og hafa þeir merkið H. Loks eru 6
flokksleysingjar. Peir hafa ekkert sérstakt merki, en samt er bætt
við nöfn þeirra merkinu F, til að sýna, að þeir séu í engum flokki.
Framboðar eru allir á atkvæðaseðlum, sem hver kjósandi fær eitt
eintak af. Kjósandi á að setja kross við nafn þess þingmanns,
er hann kýs, og við merki þess flokks, er hann vill fylgja. Skora
ég nú á kjósendur að koma fram eftir því sem nöfn þeirra eru
lesin upp, og kjósa þingmenn um næsta 6 ára tímabil*.
Síðan les hreppstjórinn upp fyrsta nafnið á kjörskránni og
bætir við: »Ég skora á kjósendur að gefa gott rúm þeim, sem
nefndur er«. Kemur þá einn kjósandi fram úr mannþrönginni, gengur
inn að þingborðinu, tekur við atkvæðaseðli, fer síðan að skrifpúltinu og
setur þar krossa á tveim stöðum, án þess að nokkur geti vitað, hverj-
um hann gefur atkvæði. Síðan leggur hann atkvæðaseðilinn saman,
gengur að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann. Annar
sessunautur hreppstjórans skrifar, hver greiði atkvæði, en hinn
skrifar við nafn kjósandans að hann hafl greitt atkvæði.
Síðan kemur einn kjósandi á fætur öðrum og fer á sömu