Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 22
22
rotin. Þegar hiö pólitiska líf ríkjanna er byggt á millumflokkum,
þá eru þjóðmálefni þeirra á hverfandi hveli siðspillingarinnar«.‘
En hvað mætti Lassen segja, þar sem ekki neinir stjórnmálaflokkar
geta þrifist, af því að þingmenn vilja hafa fullkomna heimild til
þess að snúa sér, hvernig svo sem þeim sýnist í þaun eða þann
svipinn? Ef þingmenn skipa sér í flokka með ákveðinni stefnu,
þá er mikið fengið. Pá er fyrst trygging fengin fyrir því, að at-
kvæðagreiðsla í þjóðmálefnum landsins sé eigi alveg komin undir
metorðagirnd hvers einstaks þingmanns, heldur sé hún bygð á sam-
eiginlegu ráði margra þingmanna, sem bæði vilja og geta fært
ástæður fyrir gjörðum sínum.
En þó að þingflokkar komist á fót, þá er eigi alt fengið með
því. Reynsla annara þjóða sýnir það, að þegar þjóðirnar standa
á lágu siðferðislegu stigi, þá víla fleiri og færri þingmenn eigi fyrir
sér, að svíkja sinn eigin flokk.
I’jóðirnar hafa á þessari öld verið svo önnum kafnar í því að
svifta konunga völdum eða takmarka vald þeirra, en koma í þess
stað þingræði, að þær hafa gleymt því, að þingræðið þarf líka að
hafa sín takmörk, að þingmenn þurfa að hafa aðhald, og að það
er full þörf á að gagnskoða eða gagnrýna gjörðir þingmanna á
óhlutdrægan og réttlátan hátt. En í þessa átt fer tillaga mín um
það, að kjósandi skuli hafa rétt til að greiða atkvæði eigi að eins
með ákveðnum manni, heldur og ákveðnum flokki. I’egar svo er,
þá hefur kjörþegi hans ekki lengur rétt til að svíkja flokkinn. Ef
hann vill ganga úr flokknum, þá verður hann að leggja niður þing-
mensku sína, atkvæðin hljóta þá að falla til flokksins. I’ingmaöur-
inn verður að bíða næstu kosninga, og leggja þá misklíðarefnið
fyrir þjóðina. I’á getur það vonandi sýnt sig, hver hefur betri
hvatir og meira vit. í ljósinu sigrar hið sanna og rétta.
Þá er að athuga tillögu dr. Cassels um það, að þingmenn greiði
atkvæði eftir atkvæðamagni hvers eins. Petta er svo þýðingar-
mikið, að ef það er ekki tekið til greina, þá er ekki um neitt rétt-
læti að tala í kosningum. Eg hef áður minst á, að það væri ekki
rétt, að fella hlutfallslegt gildi einhvers atkvæðis, af því að kjör-
þ>egi manns næði eigi kosningu, og því væri rétt, að veita mönn-
iim heimild til að greiða atkvæði með flokknum. En alveg eins
á það eigi að rýra hið hlutfallslega gildi atkvæðisins, þótt margir
1 Vilh Lassen: Grundlovsforslag, í »Tilskueren« 1899, bls. 83.