Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 28
28
eigin. Hefur þannig fyrsti þingmaðurinn AV 438 atkvæði, sem
han tekur þátt í atkvæðagreiðslu á þingi með.
Af hægrimönnum hafa nr. 1—14 fengið flest atkvæði, og fær
hver þeirra 14 atlcvæði til meðferðar auk sinna eigin atkvæða.
þjóðin hefur því kosið þannig, að vinstrimenn hafa fengið
meirihluta atkvæða þeirra, sem geta komið til greina. Peir eiga
því að ráða á næstu 3 alþingum. Pó einhver deyi kemur annar
flokksmaður í hans stað, og ef einhver vill eigi fylgja flokknum,
þá verður hann að fara af þingi og næsti framboði kemur í hans
stað. Pjóöin hefur kosið vinstrimenn til ráða og þessu getur eng-
inn einn þingmaður breytt eftir þugþótta sínum. Á þennan hátt
er fengin festa í stjórnarfari landsins, og stefnubreyting verður
fyrst, ef þjóðin kýs aðra til ráða við næstu kosningar, hvort sem
þær verða eftir 6 ár eða fyrri, ef alþingi skyldi verða leyst upp«.
Pegar formaður hafði lokið máli sínu, gengu menn út, og
voru margir glaðir yfir því, að ísland, hefði nú loks fengið lög,
sem hefðu það í för með sér, að landsmenn tækju fullkominn
þátt í kosningum til löggjafarþingsins, og að löggjafarþingið á Is-
landi yrði þrátt fyrir fámenni sitt hið fyrsta þing í heimi, sem
fullnægði þeirri kröfu stjórnvitringsins Mirabeaus, að vera hið sama
fyrir þjóðina, sem landsuppdrátturinn er fyrir landið, og sem loks
hefðu það í för með sér, að þingmenn myndu vinna að framfara-
málum þjóðarinnar með miklu meiri einingu og fylgi, og stjórn-
arfar landsins fengi þá festu, sem landi og lýð væri nauðsynleg.
Páll Briem.
Nokkur kvæði.
I. BALDURSBRÁIN.
Pig, Baldursbrá! eg lít,
Pú brosir við mér gul og hvít,
Með ljóssins litum skær,
Er lofts þér vaggar blær,