Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 80
8o
og berjarunnar gróðursettir fram með garðinum, sem er á milli
þessarar flatar og Bernhöfts; þar tímgast þessar útlendu jurtir vel
og verða fullar af berjum, því þar er skjól fyrir norðanvindunum
og nýtur vel sólar. Brú liggur yfir lækinn þar og stígur upp að
húsinu og nær hann alt upp að »Miklagarði«.
þar næst er LATÍNUSKÓLINN, hann er reisulegast hús í bæn-
um, tvíloftaður og kvistur á; hann kom tilhöggvinn frá Noregi. I
skólanum var áður alþingi háð og var alþingissalurinn í norður-
endanum þvert yfir, og gluggar á beggja megin; þar var hið ráð-
gefandi þing og þar var þjóðfundurinn haldinn, og var þá miklu
meiri alvara og samheldi og fjör en síðar; alþingismenn héldu
veizlur og fjör-
uga fundi, miklu
meir og öðruvísi
en nú, enda vant-
aði ekki leiðtog-
ann, þar sem var
Jón Sigurðsson,
og þar hljómaði
rödd hans fyrir
fósturjörðunni og
þá voru margir
mælskir menn,
enda var þá ekki
A. Thorst. phot. -alt niður kæft af
lati'nuskólinn og bókhlaða hans. ófrelsi og áfengis-
bannsþrefi, eða
þess konar gutli, sem drepur niður alt fjör með því að gera alla
syndlausa; en alt þetta er orðið öðruvísi síðan þingið fluttist í nýja
húsið, þótt hitt væri ekki eins skrautlegt, og mátti vel segja:
>:betra er kál í kotinu með kyrð og ró«. Par sátu á þingi Jón
Sigurðsson, Jón Guðmundsson, Hannes Stephensen, Sveinbjörn
Hallgrímsson og fleiri þeir, sem þeir muna, er þá voru við. —Á
veturna voru oft hátíðir og dansleikar í skólanum, og stofnuðu
piltar til þess, og var glaumur og gleði, stundum sjónleikir, en nú
er alt þetta horfið og hálfgleymd saga: langa loftinu skift í lestrar-
stofur og öll gleði og alt fjör horfið. Á kvistinum eru þrír gluggar,
og voru þar tvö herbergi, annað stærra, og þar var bókasafn
skólans, en í hinu minna þar við hliðina var náttúrusafnið, og var