Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 145
145
BROT ÚR ÁSTASÖGU.
Hann vappaði vakur en kraftsmár
sín vonbiðils tamningar-ár,
var meiddur í hrygg. — Er nú haftsár
hjúskapar-áburðarklár.
ÚR BRÉFI TIL HEIMFARA.
Hlæjum þrótt í líf og ljóð,
hia þótt við höfum.
Kemur nóttin næðisgóð
nógu fljótt í gröfum.
Síðast í 3. bindinu eru stuttir, en laggóðir ritdómar um íslenzkar
bækur. — Við hinn ytri búning ritsins er töluvert mikið að athuga.
Pappírinn er afleitur og þar að auki sín tegundin í hvert skiftið; prent-
unin er og stundum fremur bágborin, og málinu eigi allsjaldan töluvert
ábótavant, þó hins vegar sé auðsæ viðleitni á að hafa það gott og
hreint.
HAFSTEINN PÉTURSSON: TJALDBÚFÐIN II—IV. Winnipeg
(og Khöfn) 1899. í hinu fyrsta af þessum heftum (II) er kirkjusaga
Vestur-íslendinga 1875—94 °S nokkrar skýrslur um Tjaldbúðarsöfnuð.
í kirkjusögukaflanum eru afarharðir dómar um prestana séra Jón Bjarna-
son og séra Friðrik Bergmann og ritstörf þeirra, og eru þeir dómar
því miður næsta óbilgjamir. — í öðra heftinu (III) eru 4 tölur, sem
séra H P. hefir haldið á þjóðhátíðardögum íslendinga í Kanada eða
við önnur hátíðleg tækifæri, og eru þær fullar af skáldlegu fjöri og
mælsku. Tölumar era: 1. Jónatan (Bandaríkin), 2. Fjallkonan, 3. Vestur-
íslendingar, 4. Miss Kanada. — í þriðja heftinu (IV) era ýmsar skýrslur
um Tjaldbúðarsöfnuð og um nýmæli safnaðarins. Þar er og sagt frá
kvonfangi séra Hafsteins og mynd af honum og konu hans og enn-
fremum brúðkaupskvæði til þeirra (á dönsku).
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: ALMANAK 1900. 6. ár. Winni-
peg 1899. í þessum árgangi er, auk tímatalsins og skrá yfir manna-
lát og helztu viðburði meðal Vestur-íslendinga síðastliðið ár, »Safn til
landnámssögu íslendinga í Vesturheimi«, þýdd smásaga úr amerískri bók
»Líf verkmannanna« og ýmsar smágreinar. Landnámssögusafnið er
þarft og ætti með tímanum að geta orðið góð undirstaða undir reglu-
lega landnámssögu, þegar smáþættirnir eru orðnir nógu margir. En
með þeim var rétt að byrja. En æskilegt væri, að í þeim væri enn
frekar lýst lifnaðarháttum og daglegu lífi nýbyggjanna þar vestra og
10