Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 135
135
manns. I’að, sem honum hefir ekki tekist að þessu sinni, getur hon-
um tekist í annað skifti. Hann hlýtur að geta samið lýtalaust leikrit.1
Olaf Hansen.
III.
BJARNI ÞORSTEINSSON: ÍSLENZKUR HÁTÍÐASÖNGUR og
SEX SÖNGLÖG. Khöfn 1899. I’að mun óhætt að fullyrða, að á
næstliðnu ári hafi engin íslenzk rit birst á prenti merkilegri en þessi
tvö sönghefti, og er þvf ekki nema skylt, að Eimreiðin flytji nokkur
orð um þessa fögru gjöf séra Bjarna til landa sinna. Hún er þannig
vaxin, að allir, sem unna okkar fátæku söglistarbókmentum og óska,
að þær megi blómgast og dafna, ættu að flýta sér að kynnast henni.
Við eigum svo lítið af alíslenzkum tónlögum, að okkur er óhætt að
fagna nærri því hveiju einu, sem birtist af því tæginu. En því meiri
ástæða er til þess, þegar um jafnfríðan nýgræðing er að ræða og þessi
tvö hefti.
Um »Hátíðasöngvana« er það skjótast að segja, að þeir eru sér-
lega vel og prýðilega sarndir. Má af þeim undireins sjá, að séra
Bjami er smekkmaður hinn mesti og að því skapi vandvirkur. Það er
sannarlega ekki hvers manns meðfæri að eiga við kirkjusöng, svo að
rétt snið verði á. Það er ekki nóg, að samhljómurinn verði lýtalaus
og fagur; nei, það verður líka að vera »stíll« í því öllu, — og kirkju-
braginn má ekki vanta. Það er einmitt þessi »stíll« í kirkjusöngnum,
sem hrífur hjörtun, og — að svo rniklu leyti sem söngur og hljóðfæra-
sláttur geta — vekur guðrækilegar hugsanir og tilfinningar í sálum
manna. Að því er séð verður, hefir séra Bjarna tekist þetta alt mæta
vel, og mega því íslendingar vel kunna honum þakkir fyrir þessa
»Hátíðasöngva«, eins og annars alt annað frá hans hendi. Því miður
hafa þeir ekki enn verið reyndir að neinu ráði, nema f einni kirkju
sunnanlands (þó skömm sé frá að segja, þá er ekki enn farið að nota
þá í dómkirkjunni í Reykjavík, hvemig sem nú á því stendur), og
líkaði söfnuðinum prýðilega. J. P. E. Hartmann hefir yfirfarið
söngvana með séra Bjarna og hafði lítið sem ekkert við þá að athuga.
1 Af því að svo miklir örðugleikar eru á fyrir Islendinga að dæma réttilega um
leikrit, hefir oss eigi tekist að fá neinn Islending, er vér treystum, til þess að rita
um »Sverð og bag-l«. Vér höfum því beðið danska skáldið Olaf Hansen að rita
fyrir oss um þessa bók, og vonum að ekki þyki ver farið en heima setið. Á þýð-
ingunni berum vér ábyrgð, en ekki höfundurinn. Er þessa því hér getið, að rit-
dómurinn er í raunninni snjallari og betur orðaður á frummálinu. Af því að enn
hefir verið svo lítið ritað af gagnrýnisritgerðum um bókmentir á íslenzku, er tunga
vor svo fátæk að orðum í þeirri grein. IJað er því oft hægt að orða margt heppi-
legar og nákvæmar á öðrum tungum um þess konar efni, af þvi að þörfin hefir þar
skapað ný orð, sem oss vantar enn, en sem vonandi myndast smátt og smátt með
tímanum. RITSTJ.