Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 11
11
einnig atkvæði gegn sannfæringu sinni. f>annig sjáum vér flokkana
gjöra samtök í öðrum löndum. Framfaramenn gjöra samtök við
byltingamenn, íhaldsmenn við stjórnleysingja o. s. frv. í einu
kjördæminu kýs íhaldsmaðurinn byltingamann, sem berst gegn trú
og kristindómi, eignarrétti og öllu, sem íhaldsmaðurinn vill styðja,
en í hinu kýs byltingamaðurinn helzta forvígismann klerkavaldsins.
í>egar menn þannig greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni, þá
hygg ég, að fáir geti haldið því fram, að slíkt sé siðlegt. Og þó
er þetta löghelguð venja, sem margir beygja sig fyrir, en þó eigi
allir. Margir af mentuðustu, beztu og göfugustu mönnum þjóð-
anna snúa sér frá slíkum kosningum, og þó að lítið beri á þessu
hér á landi, enn sem komið er, þá kemur einnig sá tími, að þetta
verður eins alment hér á landi eins og í öðrum löndum.
Réttlætiskrafan var sú, að kjósendur ættu að geta greitt at-
kvæði eftir sannfæringu sinni, en kjördæmaskiftingin hindrar þetta.
Auk þessa mun ég bráðum sýna fram á, að kjördæmaskift-
ingin hefur fleiri galla, sem allir saman gjöra hana óhafandi. En
áður en ég tek það til umræðu, verð ég að tala nokkur orð um
þriðju réttlætiskröfuna.
3) þriðja krafan er svo: Atkvæði sérhvers kjósanda (hvort
sem hann hefur eitt eða jafnvel fleiri, eins og í Belgíu) á að hafa
fult gildi í lilutfalli við önnur atkvæði, eigi að eins að því er snertir
þann mann, er kjósandi velur, heldur og að því er snertir þann
flokk, er hann fylgir að málum.
Eins og ég tók fram í upphafi þessa máls, var svo í fornöld,
að borgararnir tóku sjálfir þátt í stjórn þjóðfélagsins. þeir komu
saman á þjóðsamkomum og greiddu þar atkvæði um þjóðmálefnin.
Meirihlutinn réði, en á þjóðsamkomunni gátu allir borgarar tekið
til máls og rætt málin frá öllum hliðum. Nú kjósa menn sér full-
trúa og ræða málin á fulltrúaþingum. f>ar á auðvitað meirihluti
að ráða, en það á að vera hægt, að ræða máiin frá öllum hliðum
eins og á þjóðsamkomum borgaranna.
þ>ess vegna er það óeðlilegt, að meirihluti borgaranna kjósi
alla fulltrúana og útiloki minnihlutann frá að ræða um málin á
fulltrúaþinginu. Meirihlutinn hefur rétt til að velja meirihluta full-
trúanna og til þess að ráða, eftir því sem hæfilegt þykir, en
minnihlutinn á að geta kosið minnihluta fulltrúanna, til þess að
halda fram sínum skoðunum á fulltrúaþinginu. Á þennan hátt