Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 90
90
samlegri eyðileggingu — raunar ekki handa dómkirkjunni, því hún
verður nú að sitja orgelslaus — svo nú er orgelið jafn gott og
áður, en' fær nú ekki að hljóma í dómkirkjunni, eins og til var
ætlast í öndverðu, og má hér minna á orðin í Guðmundar sögu
góða: »höfuðkirkjan, móðirin, sat í sorg og sút« — orgelslaus og
varð að sætta sig við »harmóníum«!
Uppi á kirkjuloftinu var áður »Stiftisbókasafnið«, sem Rafn
stofnaði, en síðan vár það flutt í alþingishúsið og þá nefnt »Lands-
bókasafn«. Forngripasafnið var og áður á ldrkjuloftinu, og voru
þetta neyðar-úrræði.
alÞingishúsið.
Gagnvart dómkirkjunni og í sömu röð er Ai.FlNGlSHÚSlÐ, sem
bygt var eða lokið við árið 1881; þar var Bald yfirsmiður, en Meldal
prófessor og byggingameistari gerði uppdráttinn, sem bygt var eftir.
l’etta hús er bygt úr höggnum grásteini, og eru raðir steinanna
tegldar til, en miðflöturinn látinn vera hrufóttur. Margir danskir stein-
höggvarar unnu að þessu verki, og kostaði byggingin eitthvað um
150,000 krónur, og er ekki gífurlegt, þótt sumum hafi fundist það;
en slíkt kemur af ókunnugleika. Pá lærðu margir hér að höggva
og kljúfa grjót, og hefur það síðan verið notað til bygginga meir