Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 26
2 6
leið, unz allir. viðstaddir hafa kosið. Koma þá fram tveir menn
með bréf; segja þeir, að kjósandi, er þeir nefna, sé veikur og hafi
beðið þá fyrir stundu að afhenda kjörstjórninni bréf þetta með at-
kvæði hans í. Hreppstjórinn merkir bréfið og lætur það svo í
atkvæðakassann, en sessunautur hans ritar í kjörbókina, hvað
fram fer.
Eftir að góður tími er liðinn, svo að allir kjósendur geti enn
komið fram, er kjörbókin lesin upp og borin saman við atkvæða-
skrárnar. Síðan er atkvæðakassanum lokað, búið um hann og
innsigli sett á hann. Kjörskjölin eru svo tafarlaust send til kjör-
stjórnar í sýslunni, sem telur atkvæðin saman og sendir skýrslu
um þau með nauðsynlegum skjölum til aðalkjörstjórnar í Reykjavík.
Ef einhvern tíma kæmi hér á landi talsími, mætti síma at-
kvæðagreiðsluna til Reykjavíkur og á þann hátt þyrftu menn eigi
lengi að bíða, þangað til það yrði kunnugt um land alt, hvernig
kosningar hefðu fallið.
En til þess nú að vita um kosningarnar', þarf að fara til
Reykjavíkur, og gjöri ég því ráð fyrir, að vér komum þangað í
sama bili, sem kjörsalurin er opnaður, til þess að kosningarnar
verði birtar. Vér troðumst því inn með öðrum góðum mönnum.
Fyrir miðju sitja 5 menn. Hafa þeir kosningaskjölin fyrir framan
sig, enda er þetta aðalkjörstjórn landsins. Á miðjum vegg er
tafla mikil og ritað á hana:
SKÝRSLA
um kosningar til alþingis árið 19 . .
Tala Nöfn framboða Vinstri- menn V Hægri- menn H Flokkleys- ingjar F Samtals atkvæði
I A 400 410 190 IOOO
2 B 300 35° (140) 650
3 C 260 290 (100) 55°
4 D 200 25° (3°) 45°
5 E 180 190 (19) 37°
6 F 160 180 (10) 340
7 G 160 170 » 33°
8 H 15° 160 » 310
9 I I40 15° » 290
10 J 130 130 » 260
flyt. .. 2080 2280 190 455°