Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 17
7
segja, að hlutfallskosningar eftir reglum þeirra Phragméns og Thieles
séu svo, að vel megi hafa þær við þingkosningar í stórum kjör-
dæmum.
Hlutfallskosningar hafa mikla lcosti fram yfir venjulegar meiri-
hlutakosningar, en samt virðist mér þær eigi fullnægjandi. Pær
efna ekki fullkomlega það, sem þær lofa. I’að verður jafnan meira
og minna af atkvæðum, sem fer til ónýtis, atkvæðin fá eigi full-
komlega sitt hlutfallslega gildi og eftir reglum þeim, sem kunnar
eru, geta kosningar mistekist að sumu leyti. En það yrði of langt
mál að ræða um það, og því læt ég að sinni úttalað um hinar
venjulegu hlutfallskosningar, og sný mér að annari kosningaraðferð,
sem ég að vísu hef hvergi séð ritað um, þó að ég taki ýms aðal-
atriðin eftir öðrum.
í fyrra skrifaði prófessor William Scharling ritgjörð um endur-
bætur á grundvallarlögum Dana.1 Hann kennir þjóðhagsfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn og var lengi foringi hægrimanna í
fólksþinginu, svo að það er full ástæða til að gefa gaum að orð-
um hans.
Pað hefur enginn getað mótmælt þeim dómi, er hann leggur
á kosningarlögin, enda er hann réttur og sannur, Eg bið þvf
menn að taka eftir því, sem hann segir um þetta mál. Hann
segir, að kosningaraðferðin eftir þeim sé úrelt og óheppileg, og
kosningarlögin ill lög og ranglát. Hann sýnir fram á, að margir
menn greiði ekki atkvæði, af því að þeim gefist að eins kostur á
að kjósa um einn eða tvo menn, sem sannfæring þeirra leyfi þeim
eigi að gefa atkvæði sitt, og hann sýnir fram á, að meirihluti þing-
manna samsvari alls eigi meirihluta kjósendanna.
Hann segir að aðalatriðið sé, að fá því framgengt, i) »aö allir
kosningarbærir menn noti kosningarrétt sinn, svo framarlega, sem
þeim sé það eigi með öllu ómögulegt« og 2) »að hver þingflokkur
fái fulltrúa á þingi hér um bil eftir því, hversu margir kjósendur
veiti honum fylgi«.
Hann segir, að það sé því fyrst og fremst nauðsynlegt, að
leysa þann klafa, sem bindi sérhvern kjósanda við að kjósa ein-
hvern af framboðum kjördæmisins, hvort sem honum líkar þeir
betur eða ver.
Fyrir því leggur hann til að, að leynileg atkvæðagreiðsla sé
1 Will, Scharling: Grundlovsrevision, i »Tilskueren« 1898, bls. 765—790.
2