Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 54
54
sem runnið hafa rétt fyrir ísöld, sýna bezt, að aðallögun yfir-
borðsins hefur þá verið svipuð eins og nú, og flestir dalir mynd-
aðir áður en ísöldin gekk yfir«. (Thóroddsen: Jarðskjálftar o. s.
frv., bls. 13). Og á líkum ástæðum byggjast þessi orð: »Seint á
»tertiera« tímabilinu er líklegt, að Suðurlandsutidirlendið hafi
myndast« (s. st., bls. 21).
Paö er enginn efi á því, að grjótið í fjöllunum, sem að Suður-
landsundirlendinu liggja, brotunum úr hálendinu, er forðum náði frá
Reykjanessfjallgarði austur undir Eyjafjöll (Thóroddsen), er eldra
heldur en undirlendið sjálft. Nú er það eins víst og að hraun
hafa runnið úr Heklu, að ýms af þessum fjöllum eru að nokkru
leyti bygð upp af hörðnuðum jökulurðum. Má nefna Hellisheiði,
Hagafjall, Búrfell. Með öðrum orðum: Suðurlandsundirlendið,
langstærsta dældin á landi voru, er ekki eldra en ísöldin.
En undirlendið er heldur ekki yngra en ísöldin; hraun, sem
hafa runnið ofan á það, eru fáguð og rispuð af jöklum. Hraun
þessi geta ekki hafa runnið meðan land alt var undir ís, og verður þá
niðurstaðan sú, að Suðurlandsundirlendið sé til orðið milli »ísalda«.
Síðan dóleríthraunin runnu hafa ekki orðið stórvægilegar breyt-
ingar á landslagi (Thóroddsen), en þareð landið hefur stórum breyzt
eftir þá ísöld, sem fór á undan dólerítgosunum, liggur sú ályktun
beint við, að sá tírni, sem landið var »íslaust«, — en var alhulið
jöklum áður og síðan, — hafi verið miklu lengri en sá tími, sem
liðinn er frá því, að jöklarnir hurfu af Suðurlandsundirlendinu
síðast.
Er þetta mjög vægt í farið. Í’ví að nokkrar, eða jafnvel
miklar, líkur eru til, að fyrir þetta »millijöklatímabil« hafi landið
bæði verið stærra, en það er nú, og landslag mjög ólíkt.
Par sem svo er til orða tekið, að landið hafi verið »íslaust«,
þá verður að geta þess, að engin sönnun er fengin fyrir því, að
að alls ekki hafi verið jöklar til á íslandi á þessu tímabili; en öll
líkindi eru til, að miklu minna hafi verið um jökla, en nú er á
landinu. Petta byggist á því, að ísnúin dóleríthraun liggja sum-
staðar inn undir Vatnajökul, að því er dr. Thóroddsen segir; en
þessi ísnúnu hraun. sem, eins og rannsóknir Thóroddsens hafa sýnt,
taka yfir svo stór svæði á landinu, eru ekki runnin fyrir ísöld,
heldur milli »ísalda«, eins og áður er á vikið.
Pað er alkunnugt jarðfræðingum, að Suðurlandsundirlendið
hefur verið í sjó, um það er jökullinn (þ. e. síðasti jökullinn) var að