Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 36
36
hvorki viljann né viðleitnina. En ég hafði ekki skilyrðin. Mig
vantaði móðurbrjóstið til að næra hana við og alla þá nærgætnu
umhyggju, sem kvenneðlið eitt hefir þegið, og móðurástin hefir
til umráða. Eg sá og skildi, að ég varð að koma henni í fóstur.
hvað sem það kostaði.
Eg var í engum vafa um það, hvar ég skyldi leitast fyrir um
fósturvistina. En stúlkan — eina stúlkan, sem ég trúði fyrir Von
minni, sem ég vildi vita hana hjá og sem ég gat hugsað til að
eiga hana hjá, — hún vildi ekki taka barnið.
Eg lagði að henni oft og tíðum, stráði um hana rigningu af
hlýjum og mjúkum orðum og leit á hana helmingi stærri augum
en alla aðra kvennmenn og heldur en ég hugði, að ég ætti til í
eigu minni. Augu mín strjáluðu ljósgjöflum, ylríkum geislum, sem
allir streymdu til hennar og ófu fjöllitan friðarboga kringum höfuð
hennar og hjarta.
En hún braut af sér bænageislana og tók fálega móti hljóm-
þýðri viðleitni óska minna.
Hún hafði jafnan sömu svörin: »Eg get ekki, vil ekki að
hún veslist upp og deyi í mínum höndum«. Eg heyrði á rödd-
inni, að einráðinn hugur fylgdi orðunum. En það þótti mér kyn-
legt, að hún hortði eftir mér löngum augum, þegar ég sneri mér
frá henni og hún hélt, að ég sæi ekki til sín.
Dagarnir komu og hurfu. Vikur og mánuðir liðu.
f’egar Von litla kom í heiminn, varð ég svo glaður, að ég
réði mér varla. Ég gerði mér í hugarlund, að hún myndi létta
mér lífið, gefa mér hvöt til að lifa gagnsömu lífi, og ég hélt, að
ég fengi fyrirhöfnina endurgoldna síðar. Eg hélt, að hún myndi
verða sparisjóður krafta minna og sá arineldur, sem hrumleiki
minn og ellibeygja gætu vermt sig við á hélukvöldum og haust-
nóttum æfi minnar.
Hugsanirnar brugðu sér á leik: Hvað gerði það mér til, þótt
hríðin drægi þúsund fjalla þyngd af fönn norðan úr Hvítabjarnar-
landi og inn í dalinn minn, svo að ófærðin yrði óvæð á öllum
stigum, sem liggja til mannabygða? — Hvaða mein var mér að
því, þótt hún sópaði fönninni á hrímlagðan gluggann, svo að ég
gæti hvorki lesið né skrifað? Eg bar Von litlu á skauti mínu,
læsti örmum mínum um hana og þar hélt ég, að henni væri