Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 101
IOI
sem er upphitað með gufu, og er hitavélin í kjallaranum. — Par
næst er bökunarhús Jensens bakara, það lét Jón kaupmaður byggja,
sá er tók við Smiths verzlun; það er á horninu á þvergötu þeirri,
sem liggur út í Hafnarstræti, en þar gagnvart er blómgarður
mikill og grindverk, og er þar fyrir innnn stórt hús og fornlegt,
sem Baagö kaupmaður bygði fyrir löngu, en seinna fékk Sigurður
Melsteð húsið og bjó þar lengi og Ástríður kona hans, dóttir Helga
biskups, og önduðust þau þar bæði. Par er »Lækjartorgib'i, þar
sem ferðamenn hafa hesta sína utn lestirnar, og nær það upp að
læknum, fyrir neðan landshöfðingjahúsið og fyrir framan hið mikla
og skrautlega Thomsenshús; það er eitthvert hið mikilhæfasta hús
bæjarins, bæði verzlunarhús og íbúðarhús, og steyptar stéttar í
kring; það liggur
einnig út til Hafn-
arstrætis. Ef vér
höldum frá þess-
aribygginguvest
ureftir Hafnar-
strœti\ þáerfyrst
verzlunarhús
Christensens
kaupmanns, þar
sem áður var
Martinus Smith
og eftir hann Jóti
kaupmaður; þar
gagnvart er all-
mikið íbúðarhús, sem Jón lét gera upp úr vörugeymsluhúsi, er þar
var; þetta hús er á sjálfum malarkambinum. í sjálfri röðinni kemur
þá »Hótel Alexatidra«, sem M. Smith lét kalla svo; það var áður
verzlunarhús Porstein.s Jónssonar kaupmanns, sem var útgefandi
margra íslenzkra bóka og merkilegur maður; þá var húsið einloftað
og fremur lágt, en hann lét byggja kvist á það og stór herbergi
uppi, fegri en menn áttu hér þá að venjast; eftir Porstein stóð
húsið óselt um tíma, en varð satnt merkilegt fyrir það, að þar hóf
Thordal fyrst sína tilveru hér á landi; seinna keypti M. Smith
húsið og lét gera úr því gistihús eða veitingahús, og hafði danskan
veitingamann; þá voru þar dansleikir haldnir og ýmsir fundir, en
alt þetta hætti skjótt aftur, og er nú húsið eign ættmanna Smiths.