Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 130
130
(vatnsþyngdina) með straumhrabannm, og þá tölu, sern út kemur,
aftur með fallhœðinni; deili maður svo þeirri tölu, er þá kemur
út, með fetpundatölu hestaflsins, þá kemur fram hestaflafjöldinn.
Ef vér nú viljum skýra þetta betur með dæmi, miða við mín-
útu og nota allar hinar sömu tölur og hér að framan, þá verður
það þannig:
Vatnsmegnið eða vatnsþyngdin var 620 pund og straumhrað-
inn (að meðaltali) 125 fet. Séu þessar tvær tölur margfaldaðar
saman, kemur fram talan 77,500. Sé sú tala enn margfölduð með
fallhæðinni, sem var 10 fet, kemur fram talan 775,000, sem verður
vatnsaflið talið í fetpundum. Nú var hestafl miðað við mínútu
28,800 fetpund, og sé fetpundatölu vatnsaflsins deilt með þeirri
tölu, fáum vér 2Ö131/i44, sem er hestaflatalan. Hestaflatalan verður
þá því sem næst 27 og mætti með því vinnuafli afkasta eigi all-
litlu allan hring ársins.
Vér vildum nú óska, að sem flestir íslendingar vildu nota
þessar leiðbeiningar til þess, að mæla aflið í lækjum sínum og ám,
og gera sér svo grein fyrir því, hvort þeir hafi nú eiginlega ráð
á því, að láta þetta vinnuafl ónotað. Vér vonum að þeir komist
þá að þeirri niðurstöðu, að hér sé um töluverða auðsuppsprettu
að ræða, og að lækurinn þeirra sé miklu meira virði, en þeim hefir
nokkurn tíma áður dottið í hug. V. G.
Ritsj á.
1.
MATTHÍAS JOCHUMSSON: SKUGGASVEINN eða Útilegumenn-
irnir. Sjónleikur í 5 þáttum. Önnur
prentun, breytt og löguð.
---- : VESTURFARARNIR. Leikur í þrem
þáttum.
---- : HINN SANNI þJÓÐVILJI. Sjónleikur
í einum þætti.
Ekki get ég annað enn furðað mig á því, að þetta ágæta ljóð-
skáld þjóðar vorrar skuli geyma heima í skúffum sínum fyrirtaks-ljóð-