Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 70
70
í allri fegurðinni, því að þar hafa póstskipin héðan tvívegis farist:
fyrst með Jón Jónsson kennara, föður Bjarna rektors; Jón var
burðamaður og er sagt honum hafi greint á við ísleif á Brekku
etazráð og hafi Jón misþyrmt honum, en borið samt lægra hlut og
ætlað að fara utan, þetta var árið 1817 og segir Espólín frá því
í Árbókunum; ég hef heyrt, að fundist hafi hönd með hringi á,
og var sagt að hefði verið Jóns; um þetta kvað Bjarni Thoraren-
sen. Seinna fórst annað póstskip héðan, árið 1857, það hét »Sö-
löven« (Sæljónið) og var skipstjóri Stilhoff, mesti dugnaðarmaður;
þar fórst Jón Markússon kaupmaður og Ditlev Thomsen kaupmaður
og Snæbjörn Benediktsson verzlunarmaður, og þá fórst þar og annað
skip og Bjering kaupmaður og kona hans, bæði vel látin, og hefur PálL
Melsteð ritað um þetta í Nýjum Félagsritum. En þá var náttúran
ekki blíð, stórviðrið hamaðist og velti dimmum og stormþrungnum
skýjum í loftinu en rótaði upp hafsöldunum og knúði þær til að
berja Svörtuloft og Lóndranga, svo skipin mölbrotnuðu og alt
hvarf. En breytileg er náttúran; enginn mundi trúa þessu og vart
hugsa menn um þetta, þegar Jökullinn stendur í skínandi dýrð,
yfirausinn geislum hinnar ljómandi sumarsólar. — Beint fram undan
okkur blasa við Hólavallartúnin algræn og fögur; þar efst uppi
á hæðinni stóð áður kornmylna, og var lengi til gagns bæði fyrir
bæjarmenn og sjómenn, því hún sást langt til; þar var »Jóhannes
malari« — ja þá var öldin önnur, þegar Jóhannes malaði og
mylnuvængirnir hvirfluðust í kring fyrir _ norðanveðrinu; þá var
gaman að lifa, en nú malar enginn Jóhannes!
Nú er tími kominn til að snúa við aftur og ofan eftir; verður
þá fyrst fyrir okkur hið stórkostlega flæmi, sem Matthías Matthías-
son hefur látið girða og yrkja að miklu leyti, og hefur enginn
maður liér afrekað slíkt; en hið snotra steinhús Matthíasar stendur
nokkuð neðar, til vinstri handar við veginn, hátt hús tvíloftað og
vel vandað og alt rent steinlími að utan, en rennislétt steinsteypa
fyrir framan og alt í kring um húsið. Ear á bak við er slétt og
iðjagrænt tún, og þar stendur Holt, sem bygt hefur Matthías
gamli, faðir Matthíasar; þaðan er og fagurt víðsýni yfir bæinn.
Lengra niður við veginn eru nokkur hús, þar á meðal hús Torfa
Porgrímssonar prentara, sem andaðist þar; þar var Sigmundur og
þar dó hann; þá er hús Bergs söðlasmiðs, og enn fleiri hús. Pá
liggur vegur eða gata í suður, og er þar fult af húsum í holtinu,
eru Bergstaðir fyrst, þar sem Guðmundur býr, hann hefur það