Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 133
33
Rangárþingi og varið jarðimar fyrir þeim með — gráum ketti og grá-
um ullarlagði. E. H.
II.
INDRIÐI EINARSSON: SVERÐ OG BAGALL. Sjónleikur í
fimm þáttum frá Sturlungaöldinni. Rvík 1899.
Menn segja, að leiklistin á íslandi sé enn á bernskuskeiði, að
fremur stutt sé síðan að menn tóku að leggja stund á þessa skáld-
skapartegund og tala leikritanna sé ekki ýkjastór. En í fomritum Is-
lendinga má þó víða finna drög til leikskáldskapar. I Lokasennu er
t. d. algerlega horfið frá söguljóðasniðinu (nema í lesmálsköflunum) og
öll áherzlan lögð á samtölin. í sögunum eru og víða kaflar, sem hafa
á sér áhrifamikið leiklistarsnið, þar sem viðburðasviði og afstöðu er lýst
með sterkum og hreinum dráttum og viðræðum manna þannig fyrir
komið, að þær varpa skíru ljósi yfir sálarlíf þeirra.
það mætti hugsa sér íslenzkt leikrit — íslenzkt í eiginlegum
skilningi — bygt á hvorumtveggja þessum grundvelli, alt eftir því,
hvernig efni þess væri varið. En sjálfsagt mundi það leikritið, sem
miðað væri við hið síðartalda, verða áhrifamest; og hafi menn við
samninguna það fyrir augum, að ritið yrði leikið á leiksviði, mundi
varla annað gjörlegt, en að byggja á hinum síðara grundvellinum.
þ>etta hefir herra Indriði Einarsson líka gert.
Hvort I. E. á sér nokkra fyrirrennara á íslandi, er mér ókunnugt
um. En utan Islands má t. d. nefna Henrik Ibsen sem slíkan. Að
I. E. eigi getur talist jafnsnjall honum, er honum enginn vansi. En að
hann getur staðist nokkurn samanburð við Ibsen, sýnir, að hann hefir
allmikla hæfileika sem leikskáld.
þetta kemur fram í lýsingunr á lyndiseinkunnum manna og bygg-
ing hinna einstöku atriða. Allar persónur leiksins eru skýrt málaðar og
vel greindar hver frá annari. Blíðlyndi Jórunnar og »sögulund« Helgu,
oflæti þórólfs og höfðingjabrag Kolbeins, öllu þessu, alt niður að hinum
tveim smásveinum, er lýst með hreinum dráttum. Aurasál auðmannsins
og dirfska Brodda standa lifandi fyrir hugskotsaugum vorurn.
Eins er viðburðasviði og afstöðu oft ágætlega fyrir komið, svo
áhrifm verða mikil. Sem dærni þessa má nefna fund Járngríms og
Þórólfs í hellinum, sáttagerð Þórólfs og Brands Kolbeinssonar og fram-
kornu Helgu eftir dráp Þórólfs. Hér er sannarlega vel á öllu haldið.
En að því er snertir áhrif leiksins í heild sinni, þá stendur »Sverð
og bagall« að baki »Víkingunum á Hálogalandi« og »Konungsefnun-
um«. Skifting ljóss og skugga er ekki að réttu hæfi, og viðburðirnir
hníga ekki að neinum ákveðnum miðdepli. Hverjar eiga að vera aðal-