Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 113
H3
það var vel bygt og sterkt timburhús einloftað, en þá ekki annað
en lítil sölubúð og geymsluhús; seinna keypti Magnús Jónsson í
Rráðræði húsið (mágur dr. Jóns Hjaltalíns og bróðir Jóns assessors
í Álaborg). og rak þar verzlun; hann var auðugur vel og lét bæta
húsið og byggja ofan á það, og er það hið vandaðasta hús; eftir hann
tók við Sigurður sonur hans, og hætti þá verzlunin von bráðar,
en húsið varð síðan eign Geirs Zoéga kaupmanns, og býr þar nú
tengdasonur hans Th Thorsteinsson; þar er snotur verzlunarbúð
niðri og fögur herbergi uppi, en helmingur hússins er vöruhús;
á bak við húsið eða »til garðsins« hefur hinn núverandi eigandi
látið gera snotran blómgarð og sumarhús, og alt einkar vel
vandað. — Hér um bil gagnvart þessu húsi, þétt við sjóinn, er
mikið hús tvíloftað, úr timbri og tigulsteini; það lét Jón Stefáns-
son kaupmaður byggja og setti þar allmikla verzlun, en naut þess
skamma stund, því hann lézt snögglega í Kaupmannahöfn; þá
fékk Björn Kristjánsson húsið og rekur þar allmikla verzlun; hús
þetta er sterkt og mjög vandað, en liggur mjög fyrir sjávargangi;
eru stórir og sterkir múrveggir hlaðnir upp úr klettunum þar fyrir
framan til þess að taka á móti briminu; þar hefur Björn látið gera
járnbryggju á steinstöplum, og rná hafrótið ekki hagga henni, þótt
allar aðrar bryggjur laskist, með því þær eru úr timbri og öðru-
vísi.
VESTURBÆRINN. Upp frá þessum húsum komum vér á
Vesiurgötw, hún liggur héðan og alt út að Framness-stíg, út úr
bænum sjálfum. Þá er fyrst íbúðarhús Geirs Zoéga kaupmanns,
venjulega kallað »Sjóbúð« og gatan upp að því »Sjóbúðarstígur«,
þótt nú sé alveg rangt að nefna þetta þannig; en þessi nöfn eru
þannig til komin, að fyrrum var þar bær noklcur fremur lélegur,
og kallaður »Sjóbúð«; hefur þetta nafn svo loðað við húsið, sem
þar var bygt seinna. Betta hús Geirs var fyrst einloftað, en
seinna gerði hann það tvíloftað og mjög álitlegt, með því líka það
liggur hátt og uppi yfir götunni; þar hinum megin við götuna er
verzlunarhús Geirs og vörugeymsluhús, og mikill útbúningur til
sjávarútvegs, svo ekki er eins hjá nokkrum manni hér. Nokkuð
ofar í götunni er snoturt steinhús, sem Árni Zakaríasson hefur
bygt; þar andaðist Guðmundur T’óröarson bæjarfulltrúi, tengda-
faðir Árna; en þar upp frá var áður bær Guðmundar, og hét »á
Hóli«. Ýms fleiri hús eru í þessari götu, þar á meðal »Merki-
8