Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 89
89
á bustinni er stöng með veðurvita og knöttur mikill þar fyrir
neðan; hann var fyrrum gyltur, en eftirkomendurnir tímdu ekki að
nýja gyllinguna upp, er hún var orðin máð af veðri og vindum,
og máluðu knöttinn gulan! — Fjórir gluggar eru á hverri hlið
kirkjunnar, bogadregnir að ofan, og tveir minni gluggar yfir hverj-
um; en að innan er hún bygð í rómverskum basilíkastíl, eins og
hinar fyrstu kirkjur voru; súlur beggja megin og svalir eða set-
pallar uppi, með járngrindum fyrir framan; á súlunum er skurð-
smíði ofan til og gulli greypt; þetta er alt úr tré, stórviðum, og
ramlega bygt; var fyrst brúnmálað og nokkuð dökt, og því
fretnur dimt inni, en nýlega hefur verið málað með ljósleitari lit,
og er bjartara síðan. Kórloftið er blátt með gyltum stjörnum
(sem nú munu sutnar vera hrapaðar, og er heppilegt að enginn
hefur orðið fyrir því stjörnuhrapi); uppi yfir altarinu er tnynd af
upprisunni, allvel gerð, og eftir þeirri mynd málaði Sigurður Guð-
mundsson nokkrar altaristöflur. Á miðju kórgólfinu er skírnar-
ýonturinn, setn Thorvaldsen gaf sem vtðurkenningu um ísletizka
ætt sítta; hann er úr marmara, og er honum lýst í Fjölni. Prédik-
unarstóllinn er til hliðar að sunnanverðu og gylt letur á, er svo
segir: »Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð og varðveita það«.
Tveir stórir ofnar hafa verið settir í fratnkirkjuna, og þá voru
tveir reykháfar eða strompar bygðir upp úr austurbustinni, og er
það ekki til prýði. — Pá er kirkjan var bygð, var sett í hana
orgel, sem henni þótti hæfa setn dómkirkju; það var uppi yfir
framdyrunum og gagnvart altarinu; þar lék Pétur Guðjónsson og
hafði hann lært orgelspil í Danntörku; en eftir lat hans var ekki
leikið á orgelið og því enginn gautnur gefinn, og skemdist það
svo meir og meir, hefur kannske líka verið farið að bila, en eng-
um duttu orð í hug, sem heita »eftirlit■< og »aðgerð«; var síðan
og er enn leikið á »harmóníum« í kirkjunni og þykir það nóg; —
hver veit netna einhverntíma komi »harmoníka« og þyki einnig
nægja, því heldttr sem haft er eftir Attrup, dönskutn manni, setn kom
hingað fyrir nokkrum árum, að dómkirkjan þyrfti ekki orgel, en »har-
móníum« væri fullnóg handa henni, enda var ekki von á öðru úr
þeirri átt; kirkjustjórnin tók sig þá til og fór að verzla, og er
auðséð, að hún er því óvön og hefur ekki getigið á verzlunar-
skóla, því hún seldi orgelið fyrir 40 krónur, álíka og þvotta-rulla
kostar, eða tvíhleypa, eða fjórir stnérfjórðungar vel borgaðir; en
sá tnikli söngmeistari og listasmiður Helgi bjargaði því frá ger-