Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 98
98
»enska verzlunin«, sem Spence Paterson stóö fyrir, en nú er þar
ekkert. Petta hús er á horninu á Austurstræti og Pósthúss-stræti,
en þar gagnvart á hinu horninu er lítið hús, gamalt og óásjálegt;
þar bjó ekkja Möllers lengi og var húsið kent við hana og kallað
»Guðný-Möllers-hús« (eða »Gvuní-Mullers-hús«); þar býr nú Guð-
jón Sigurðsson úrsmiður, og í glugganum út til Austurstrætis má
sjá margar gersemar, stóra stundaklukku eins og turnúr, og fjölda
gripa úr gulli og silfri og fílsbeini: sigurverk, úrfestar, kíkira, hita-
mæla og loftvogir, hringa og nisti og margt fleira. Pá koma
»frönsku húsin«, tvö timburhús eins og hjallar eða skemmur;
þau heyrðu áður til verzlunar Knudtzons stórkaupmanns, en
Á. Thorst. phot.
REYKJAVÍK (MIÐBÆRINN) FRÁ BANKASTRÆTI.
Frakkastjórn keypti þau til hælis fyrir sldpbrotsmenn, og hefur
þetta verið mikil óprýði fyrir bæinn, hvenær sem breyting verður
á. - Pá er hús frú Herdísar Benediktsen, bygt af Tofte nokkrum
beyki um 1850; það er lítið hús, en tvíloftað og einkennilegt, með
litlum blómgarði við; þetta hús keypti síra Hannes Árnason og
bjó þar og andaðist þar; en frú Herdís keypti það áður af honum
og andaðist hún þar miklu seinna, hin síðasta grein af hinni gömlu
og göfugu kynslóð, sem nú er undir lok liðin. — Par næst er
stórmikið hús, rautt eins og blótneyti, tví- og enda þrí-loftað, og
mænir upp yfir öll hin húsin í götunni; það er ÍSAFOLDARPRENT-
SMIÐJA, bygð af ritstjóra ísafoldar og gefur hann þar út s>Fold-