Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 121
I 2 I
og eitthvað fleira. Pá hafði engum dottið í hug að hafa nokkra
reglu áfiiúsasetningunni, eða mynda reglulegar götur; hver bygði
eins og honum þóknaðist; þá var t. a. m. matjurtagarður fyrir
framan »Veltuhúsið«, þvert yfir götuna, sem nú er Austurstræti,
og þetta var fyrir framan fleiri hús. Félagsskapur var enginn að
kalla, skemtanir engar, nema dansleikir á vetrum og útreiðir á
sumrum; stöku sinnum tóku einhverjir sig til og stofnuðu til sjón-
leiks, þótt ekki væri það gert með þeirri mikilsháttar list, sem nú
er, eftir því sem blöðin segja frá. Á vetrum var stundum hring-
keyrsla á tjörninni og gleði, þegar hún var lögð og gott veður.
I’á stóð »Gamli klúbburinn« í blóma, heiðinn og döggvaður með
konjakki og kampavíni og ekki orðinn háheilagur og rígreyrður í
bindindisfjötrana eins og nú; aldrei var hann annað kallaður, en
í blöðum hét hann stundum »hjúkólfur« (mig minnir hjá Jakobi
Guðmundssyni) ;l »gildaskáli« var aldrei nefndur, að minnsta kosti
ekki í daglegu tali. Danssalurinn var lágur og leiðinlegur, oftast
fullur af tóbaksreykjarsvælu, þegar dansað var, en annars var dans-
lífið ekki fjörminna en nú er það, og að ýmsu leyti skemtilegra
og frjálslegra. Pá var og oft stofnað til dansleikja fyrir herskipin,
sem lágu hér stundum á sumrum, og þótti þeim vænt um það,
sem á skipunum voru, og buðu þeir bæjarfólki aftur; en nú er
þessu hætt fyrir löngu, því »mentunin« hefir gert alt svo fínt og
stirt; þá voru og stúlknadansarnir, sem alment voru kallaðir »píu-
böll«, sem Pétur hattari kvað:
"l’etta kvöld er mér í minni það skal vera i síðsta sinni,
mikið er um þetta rall,. sem ég fer á píubalU —
en »pía« var þá algeng dönskusletta um þjónustustúlkur (»Pige«);
skólapiltar kölluðu þær »griðkur« (og jafnvel í »Snót« eru þær
kallaðar »griðkonur«), dónaorð til þess að niðra stúlkunum að óþörfu,
þótt þeir væri engu æðri en þær, enda á það ekkert við, því »grið-
kona« er == ambátt, hertekin kona. sem hefir þegið grið 0: ekki
verið drepin, svo þetta fornaldarorð á ekkert við vora tíma.2 Svo
1 »Hjúkólfur« er gamalt orð, kemur fyrir í fornritum (t. a. m. Hákonar sögu gamla).
2 í*essi skýring er ekki allskostar rétt. »Griðkona« (og xgriðka«) er sómaorð,
gamalt gullaldarorð, sem táknar konu, sem er á zist eða á griði með einhverjum
(heiniakonu, vinnukonu), eins og »griðmaður« (og »griði«) táknar heimamann (eða
vinnumann). I þessari merkingu eru orðin ávalt brúkuð í fornsögum vorum og lög-
um, sem bezt má sjá í Grágás Þar er og brúkað að vera »í (eða á) griði« í alveg
sömu merkingu og að vera »í (eða á) vist«. Annað mál er það, að orðið »griðka«
virðist í seinni tið hafa verið misskilið af sumum og skoðað sem niðrandi.
RITSTJ.