Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 100
IOO
sonar, þar sem áður hét »Veltan«, og því er þessi gata kölluð
Veltusund (sem ekki mundi skiljast nema menn vissu, hvernig á
því stæði). »Veltan« eða »Veltuhúsið« var allmikið hús, en lágt,
og var fyrrum eign »Petersens« nokkurs, kaupmanns eða verzl-
unarmanns, en síðan keypti Jón Jónsson assessor J)að, sá er fór
til Álaborgar og varð þar bæjarfógeti, en af honum keypti Svein-
bjöm Egilsson húsið og bjó þar til dauðadags. Eftir það varð
húsið eign félags nokkurs, sem nefndist »Hlutaveltufélag«, og var
Jón Guðmundsson (Pjóðólls) formaður þess, og var þar þá sölu
búð nokkur ár. Síðan keypti Eyþór húsið og lét byggja upp úr
því þetta mikla hús, sem nú er þar, og er það vörugeymsluhús
og sölubúð, en ekki íbúðarhús. Gagnvart því og á hinu horninu
Austurstrætis er mikið hús tvíloftað, sem þeir hafa bygt Jón
Brynjólfsson skósmiður og Reinholt Andersen skraddari; það er
mjög bygt eftir nýjustu tízku. Par er verzlun Porkels Porkels-
sonar og bókbandsverkstofa Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar, en uppi
býr Jón Brynjólfsson í þessum enda hússins, sem snýr að Veltu-
sundi, en allan hinn endann hefur Reinholt Andersen. Petta hús
er bygt þar sem áður var fagur blómgarður, sem heyrði til húss
Hannesar Johnsens, og þótti einna inndælastur að sjá á sumrin,
með því þar var svo mikill gróði og prýði af margskonar skraut-
blómum, en alt í skjóli og blasti við sólu; enda kostaði sá garður
meir en tvær þúsundir króna, er byggja skyldi á honum. Pá er
hús Ólafs Sveinssonar, nýtt hús að kalla má og mjög snoturt;
þar fyrir innan er annað hús lítið, sem upprunalega var bygt af
Símoni beyki, eftir 1850, og bjó þar síðan Magnús Grímsson
(síðar prestur) og hafði þar veitingar; seinna fékk Jónas Guð-
mundsson húsið,-skólakennari, og lét byggja kumbalda ofan á það
og setja súlur undir úr siglutrjám af strandkuggum, en grjótkofa
lét hann byggja í garðinum og hvolfa þar yfir »rúffi« af einhverri
fiskiduggu. Pá er hár og mikill skíðgarður, og náði hann áður
miklu lengra og heyrði til verzlunarhúsa Knudtzonar stórkaup-
manns, sem eru eða voru í Hafnarstæti, en síðan Tryggvi banka-
stjóri keypti allar þessar lóðir og svifti þeim úr höndum kaup-
manna, þá er mikill hluti skíðgarðsins horfinn, og stendur þar nú
hiti nýja bankahús eða LANDSBANKINN, einhver hin prýðilegasta
bygging, og veit aðalhliðin að Austurstræti, en hús þetta er á
horninu á Pósthússtræti. Er bankinn þar á neðsta gólfi, en þar
uppi yfir er nú Forngriþasafnib. Petta er eina húsið í bænum,