Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 122
I 22
voru og nokkru seinna »grímudansar«, og var þar oftast fyllirí og
drasl og ekki nema ruslfólk.
fegar skólinn fluttist hingað, þá bar fyrst og lengi fram eftir
meira á skólapiltum en nú; þessir ungu menn gengu í augun á
ungu stúlkunum, sem von var, því þá var miklu færra um unga
og ógifta karlmenn af fínna tæginu; en þar er um að gera eins og
gerist. En þetta hefur jafnast síðan fólksfjöldinn óx. utreiðar
voru þá hér um bil með sama móti og enn, og riðið á sömu
staðina, því hvergi eru gjestgjafahús, eða annað en bæirnir. — Pá
voru stundum bardagar á milli Islendinga og útlendinga, og ekki
sótt um leyfi til bæjarfógetans til að taka á móti þeim, eins og
vorar föðurlandshetjur gerðu þann 27. september 1898. Pá barðist
Grímur í Görðunupi einn við 30 Fransmenn og hafði einn ás, alveg
eins og Ormur Stórólfsson, þegar hann barðist við 15 skeiðr (skip)
fyrir Eirík jarl Hákonarson, eða Þorsteinn uxafótur á Orminum
langa1 — þessi orrusta stóð í Aðalstræti. Annars vildi þetta
sjaldan til. Drykkjuskapur var hér ekki meiri en við var að búast,
og víst ekki eins rnikill og í hinum kaupstöðunum, enda hefur ávalt
verið meira gert úr honum en var; þá var heldur ekki komið
>. Góðtemplarafélagið«, svo búast mátti við, að út af brygði í ein-
hverju, þar sem siðferðispostulana vantaði. Rifrildi og ósamlyndi
var lítið, og hefur það helzt komið síðan með blöðunum og »Góð-
templarafélaginu. Hér var fyrst einn lögregluþjónn; seinna voru
tveir, og hefur nú staðið við það í hálfa öld eða meira, hversu
mikið sem bærinn hefur vaxið; virðist svo sem bæjarstjórnin hafi
tekið Kína til fyrirmyndar. — Nýlega hefur staðið í einni bók, að
hér á -landi hafi verið »gullöld« frá 1830—1840, og er líklega meint
til »Reykjavíkurpóstsins«; en frá 1840 til 1850 var hér líka »gull-
öld«, og þar fram yfir var hér verulegur gullaldartími, því að um
þær mundir sáust hér á götunum framúrskarandi menn, fágætar
fígúrur sem ekki fæðast á hverri öld og munu ekki fæðast, fyr en
»Góðtemplarafélagið« og alt trúboðatildur er undir lok liðið og
hefur safnast til sinna feðra, þegar vér erum orðnir lausir við
hræsnina og yfirdrepskapinn og sú heiðríka heiðni hefur aftur
haldið sína innreið í þá nýfæddu Jerúsalem: þá voru hér þeir fjórir
brennivínsberserkir: Hróbjartur, Jón kóþt, Sigurbitr skalli og
1 fessa getur ekki í Heimskringlu, enda er frásögnin í Fornmannasögum fyllri
og fegri.