Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 10
IO
hag þess, þá er ekki ólíklegt, að þeir hafi meiri hlutann með sér,
en þeir, sem vilja líta á hag ættjarðarinnar, neyðast, ef til vill, til
að gefa slíkum mönnum atkvæði sitt eða til að greiða ekkert at-
kvæði.
Eg vonast til, að menn taki vei eftir þessum síðustu orðum, því
að þau sýna bezt, hvernig kosningarlögin misþyrma réttlætinu og
setja ranglæti og siðleysi í öndvegið. Kosningarlögin segja við
kjósandann: Annaðhvort skaltu breyta gegn sannfæringu þinni og
gjöra það, sem er rangt, eða þú skalt engin áhrif hafa á málefni
föðurlandsins; fyrst þú ekki vilt gjöra það, sem þér virðist rangt,
þá skaltu sviftast þínum borgaralegu réttindum og missa kosningar-
rétt þinn.
Pólitíkin hefur hvorki hér á landi né annars staðar haft gott
orð á sér fyrir siðgæði eða réttvísi. En hvers er að vænta, þegar
sjálfur grundvöllurinn er bygður á óréttlætinu.
Vaninn gefur lystina, hvort sem er að ræða um rétt eða
rangt: þ>egar óréttlætið tíðkast, þá sljóvgast réttlætistilfinningin,
og þess vegna getur vel verið, að menn hafi ekki fundið til þessa;
sérstaklega gildir þetta um alla þá menn, sem enga sannfæringu
hafa til í eigu sinni, en sem æfinlega vilja vera með meirihlutan-
um, hver svo sem hann er, og hverja skoðun sem hann svo hefur.
Ef mestur hluti íslendinga er alveg sannfæringarlaus í lands-
málum, þá er ekki von að menn geti talað um sannfæringu, þegar
á að kjósa þingmenn.
Til þess að skýra málið verð ég því að nefna einn flokk manna
í landinu, sem hefur sýnt, að hann hefur sannfæringu. En það
eru bindindismenn. Vér vitum allir, að mjög margir kjósendur
eru bindindismenn, en þeir eru meira og minna dreifðir um alt
land og eru líklega ekki meirihluti kjósenda í einu einasta kjör-
dæmi. jþeir, sem bjóða sig fram í kjördæmunum, eru ef til vill
alveg á móti bindindishreyfingunni, og þar sem svo er, þá verða
bindismenn annaðhvort að svifta sig borgaralegum réttindum og
greiða ekki atkvæði, eða þá að greiða atkvæði gegn sannfæringu
sinni og gefa þeim atkvæði, sem eru mótfallnir því máli, sem þeir
álíta, að sé eitthvert hið mesta velferðarmál þjóðarinnar.
Kosningarlögin kúga menn til siðleysis og óréttlætis og neyða
kjósendur til þess að gjöra óeðlileg samtök og, ef svo má segja,
hrossakaup við aðra kiósendur, þannig, að þessi kjósandi greiði
atkvæði gegn sannfæringu sinni, gegn því, að annar kjósandi greiði