Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 20
20
verður annaðhvort að vera með öllum framboðum flokksins eða
ekki. Hann verður að greiða atkvæði sem flokkstnaður. l’etta
hefur verið lögleitt í ýmsum ríkjum í Sviss, eins og áður er um
getið, og sýnir það, hversu Svisslendingar telja flokksfylgi rnanna
nauðsynlegt. Samt sem áður getur vel verið, að kjósandi geti
alls eigi felt sig við, að gefa öllum flokksframboðum atkvæði sitt,
og þá er óeðlilegt, að neyða hann til þess. l'ess vegna er eðli-
legt að láta hverjum kjósanda vera frjálst, hvort hann vill fylgja
ákveðnum flokki eða ekki, eins og Norðmenn hafa gjört.
Sérhver kjósandi getur því kosið á þrjá vegu. Ef hann vill
eigi fylgja neinum flokki, þá kýs hann einhvern af framboðum
landsins, er honum geðjast bezt að, án þess að greiða atkvæði um
flokka. En afleiðingin verður þá og, að atkvæði hans hefur ekk-
ert hlutfallslegt gildi að því er snertir stjórnmálaflokkana. Ef kjör-
þegi hans fellur, þá er líka atkvæði hans fallið með honum og
alveg úr sögunni.
Ennfremur getur kjósandinn greitt atkvæði með ákveðnum
manni og ákveðnum flokki, er hann vill fylgja að málum Ef svo
er, þá á atkvæðið ekki að falla, þótt kjörþeginn falli. Heldur á
atkvæðið þá að gilda til þess, að styðja flokkinn. Ef kosninga-
lögin ákvæðu, að atkvæðið skyldi falla, þá væri það bæði fávíslegt
og ranglátt, því að, þegar kjósandi greiðir atkvæði sitt, þá veit
hann ekkert um það, hvort kjörþegi hans muni ná kosningu. I'að
er ekki á hans valdi að ráða því, heldur er það komið undir því,
hvort aðrir menn, sem hann hefur engin yfirráð yfir, gefa kjör-
þega hans atkvæði sín. Kjósanda er því ekkert um að kenna, þó
að sá maður, sem hann kýs, nái eigi kosningu. Ef atkvæði hans
ætti að falla, þá væri hann sviftur borgaralegum réttindum af
óeðlilegum ástæðum. I’að er einnig ranglátt gagnvart flokki kjós-
andans að fella atkvæðið, því flokkurinn hefur fylgi þessa manns
og það raskar þeirri aðalsetningu, sem William Scharling tekur
svo ljóst fram, að hver þingflokkur eigi að fá fulltrúa á þingi hér
um bil eftir því, hversu margir kjósendur veita honum fylgi.
Par sem það hefur jafnvel verið lögleitt víða á Svisslandi, að
kjósendur skuli greiða atkvæði sem flokksmenn, þá ætti það að
geta orðið viðurkent, að það væri rétt, að kjósendur mættu hafa
heimild til að greiða atkvæði með flokki sínum. En ef menn játa
að þetta sé rétt, þá verða menn og að játa, að það sé rétt, að