Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 32
32
Sitt þeir eftir láti ei liggja
Loksins gróöri virkt að sýna;
þróun blómleg þá mun hefja
I’eirra nýgræðinga og mína.
Hlífi gömlu, hlynni nýju
hagspaklega gætinn lýður,
Græði út, en eyðing varist,
Óráð niðja móður svíður.
Nýgræðingar dýrstir, dafnið,
Dúðið hrjóstrin fagursettum
Skóg, þar fuglar syngja síðar
Sætt í laufabaðmi þéttum.
Allir prýði, enginn níði,
Óspart vinni hendur slyngar;
þá mun sælli sona æfin —
Segið þeim það, nýgræðingar!«
IV. SÚLD.
Hin eilífa súldin, er sveipar nú loft
Með seigþykkan, blýfastan vætuham gráan,
Hve leið er hún orðin, hve óska ég oft
Að endursjá sólina og himininn bláan.
Sú súldin er orðin sem ólundin leið,
Á andliti’, er stöðugri svipkergju heldur,
þar helzt sæjum góðlátleg gleðibros heið,
En getum ei skilið, hvað fýlunni veldur.
Nú vor stendur yfir og orðið er grænt;
Hví er þá svo dapurt? þú sól! vilt ei skína.
En alt mundi þá hafa viðmót svo vænt,
Ef vantaði’ ei himnesku geislana þína.
því hrektu burt súldina, er ógeðið ól,
þú, alt sem að lífgnr og fróar bezt geði.
Lát skýþyknið rofið og sýndu þig, sól!
Eg særi þig, komdu með ljós, yl og gleði.