Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 108
io8
jáns Þorgrímssonar, hús Helga Helgasens (nú eign ekkju hans
Magdalenu); að norðanverðu eru þessi: ísafoldarprentsmiðja, lms
frú Herdísar Benediktsen, hús »Gvuní-Mullers« — öll þessi hús
hafa verið áður talin. Að austanverðu og inni í garði nálægt húsi
dr. Jónassens er lítið hús, þar sem nú búa systur Magnúsar lands-
höfðingja; áður bjó þar Hendrik Hansen, mágu>- Hannesar John-
sens, og síðan Teitur Finnbogason og Jón Jónsson (Álaborg)
landritari: allir þessir hafa andast þar. Pétt við Austurvöll er
hús Kristjáns assessors, sem þeir létu byggja Guðmundur Thor-
grimsen og Tómas Hallgrímsson læknir, mjög vandað hús og stórt,
einloftað; þar andaðist Tómas. í*á er hús Óla Finsens, sem áður
var pósthús; það
var fyrst bygt af
dr. Hallgrími
Skeving yfirkenn-
ara, og var þá
mjög lítið og
þröngt, en síðan
hefur verið bætt
við það miklu og
kvistur bygður á
ofan. Pá eru ekki
fleiri hús þeim
megin, en langur
skíðgarður alt að
»ensku verzlun-
inni«, sem var
(eða húsi Péturs biskups). — Við vesturhlið Austurvallar er fyrst
LYFJABÚÐIN (Apótekið), gamalt hús en allgott, einloftað með
kvisti; þar var fyrst Möller lyfsali, móðurbróðir Vilhjálms Finsens;
síðan Randrup, hann var Frakka-konsúll og var þar þá krökt af
Frökkum; eftir hann kom Krúger, og lét hann gera útbyggingu
við innganginn og svalir uppi og prýða með myndastyttum; þá
var frelsistími í apótekinu, því þá gat maður fengið alt recepts-
laust: blásýru og klóral og arseník og alt og alt, en nú fæst
ekkert receptslaust nema saltsýra og brennisteinssýra og kam-
fórudropar. Eftir Krúger kom Tvede, sem var skamma stund
og varð mörgum harmdauði; síðan keypti Olesen lyfjabúðina og
þótti lipur maður og vel látinn, en nú er Lund orðinn eigandi
Á. Thorst. phot.
KVEN.VASKÓLINN.