Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 96
g6
ljúka því af. í’á liggur beint fram undan oss »Kirkjugarðsstígur-
inn«, sem nú heitir Suðurgata, og er vér göngum hann út eftir,
þá er til vinstri handar fyrst garðurinn, sem heyrir til húss Stein-
gríms Thorsteinssonar, sem fyr var á minst; þá er einloftað og
snoturt hús, sem synir Péturs Guðjónssonar létu byggja handa
móður sinni, og býr þar nú tengdasonur hennar, Halldór Jónsson
bankagjaldkeri, sem nú mun vera eigandi hússins. Par næst er
hús Björns 1 Ijaltesteds. járnsmiðs; þar bjó fyrrum Teitur Finn-
bogason dýralæknir og járnsmiður, og var húsið þá lítið, en hefur
verið mikið stækkað síðan og breytt. Par hjá er mikill matjurta-
garður, og enda víðar þar fram með tjörninni; þar er og líklega
hin elzta járnsmiðja í Reykjavík. — Par næst eru »Brunnhús«;
þar var Porsteinn lögreglumaður lengi, sá er bygði »Doktorshúsið«,
smiður mikill og merkilegur maður; síðan hefur húsið verið lengt,
en er annars að öllu leyti óbreytt og mesta hreysi oi;ðið. Par
fyrir utan er tvíloftað timburhús, sem Teitur Ingimundarson bygði
upp úr litlu tréhúsi, sem upprunalega var bygt af Pétri nokkrum
beyki, en síðan varð eign Grundtvigs skraddara og var þá kallað
»Grundtvigshús«, og var mesta kytra. Nú er Stefán Egilsson
múrari eigandi hússins, og er það yzt í þessari röð, en þá tekur
Tjartiarbrekkan við. Vér skulum snúa hér við og aftur inn til
bæjarins; þá er yzt eitt hús álitlegt og tvíioftað, sem Andrés
verzlunarmaður Andrésson (bróðir séra Magnúsar á Gilsbakka)
hefur bygt upp úr minna húsi, sem Jóhannes snikkari hafði bygt;
þar næst er stórt og stæðilegt hús, tvíloftað, eitthvert stærsta hús
í bænum, nú eign dómkirkjuprestsins og Halldórs Pórðarsonar bók-
bindara. Par hafði Egill Jónsson bókbindari áður bygt hús með
kvisti, og þótti það þá eitthvert snotrasta hús bæjarins, og þar
bjó hann lengi; en eftir hans dag brann það upp til kaldra kola
og var þá reist þetta hús, miklu stærra og stórfenglegra; er því
skift í tvent þversum milli eigandanna. Pá eru tvö lítil hús, sem
annað átti frú María Finsen, ekkja Ólafs sýslumanns, föður Vil-
hjálms og Óla póstmeistara og þeirra bræðra; en hitt bygði Jakob
Sveinsson og bjó þar um stund; síðan hafa þessi hús orðið eign
annara. Par næst er langt hús og lágt, fornlegt, lengi kallað »Otte-
senshús«; það er svo undir komið að ríkur Englendingur, að nafni
Dillon, kom hingað og feldi ástarhug til Sigríðar, sem seinna varð
»madama Ottesen«, og átti með henni dóttur; en ekki fékk hann
að giftast Sigríði, því að ættmenn hans á Englandi stóðu á móti,