Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 39
39
bamsbeini; ég sé fingraför hans á enni þínu og höndum. Hvernig
gat dóttir þín fengið heilsusamlegan þroska, þar sem þú, lífvörður
hennar og framleiðandi, varst alinn upp við hríð og kulda í hálf-
rökkri skáhallra sólargeisla, sem sagtentar bjargabrúnir og ávalar
ísbreiður hafa beygt og brotið. —
Einveran þagnaði. Málrómurinn lét í eyrum mínum eins og
niður fjarlægrar iðu, sem fellur bólgin af krapaförum niöur í djúpa gjá.
En sá mismunur hér og þar! Hvílíkur munur á kjörum ein-
staklinganna, sem aldir voru upp sinn á hverri þúfu. En alt hefir
eðlilegar orsakir, mismunurinn á kjörum einstaklinganna eins og
mismunurinn á útsjóninni í dalnum, sem kvöldsólin lýsti annars
vegar, en skuggarnir réðu yfir hinum megin.
Mér varð heitt í hjartarótunum við þessar hugsanir. Nú voru
augu mín opnuð og skilningurinn vakinn.
Von mín, veslings dóttir mín, var alin upp við of lítið ljós —
of lítinn hita.
Hvað stoðaði það, þótt ég vefði hana að mér — með krók-
loppnum höndunum?
Eg gaf henni það bezta, sem ég átti til í eigu minni — fífla-
leggi og holtarætur.
Pó vildi ég ekki skella skuldinni á sjálfan mig, heldur á dal-
inn, sem ég var borinn í og barnfæddur, — þennan svipdökka,
stórskorna mýralang, sem svalg þokumaukið og hráslagann utan
af firðinum, þegar sólin skein í heiði suður frá.
Pegar ég hafði setið mig þreyttan og hugsað mig uppgefinn,
stóð ég á fætur og sneri heim á leið. s
Ég hafði ekki í annað hús að venda.
Sólin var gengin undir í öllum sjóndeildarhringnum og sort-
inn, sem var á austurloftinu, hatði breitt sig yfir gjörvallan himin-
inn. Litklæðin og borðagullið, sem vesturáttin bar fyrir stuttri
stund, var horfiö og úrsvalur, hrímhvítur frostreykur steig upp úr
tjörnunum í dalnum, dreifði úr sér, og breiddi samfelda voð yfir
bleytur og þurlendi.
Svo bar ég Von mína heim og lagði hana í vöggu. Ég
gat ekki antiað. Ég þreyttist á að bera hana hvert spor og gat
það heldur ekki fyrir daglegum önnum, sem þyrptust að mér,