Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 23
23
gefi kjörþega atkvæði sitt. Ef ioo menn eru á samkomu, þá ráða
70 menn meira en 30, og þegar þeir kjósa sér fulltrúa, þá virðist
lítið vit í því, að svifta meirihlutann ráðum sínum, þó að þeir
kjósi sér færri fulltrúa en hinir. Meirihlutinn kýs, ef til vill, tvo
menn fyrir sig, annan með 40 atkvæðum og hinn með 30 at-
kvæðum. En minnihlutinn, sem ef til vill er allur á sundrungu,
kann að kjósa sér 3 fulltrúa, hvern með 10 atkvæðum. Eftir því
sem nú er tízka, þá hafa þessir 3 menn meira vald en hinir tveir.
En hvert réttlæti er í því, get ég eigi séð. Kjósandinn getur
ekkert að því gjört, þótt aðrir, sem hann hefur engin yfirráð yfir,
kjósi sama manninn, og það er hið mesta ranglæti að svifta hann
borgaralegum réttindum fyrir það, sem aðrir gjöra og hann getur
ekki við ráðið. Réttlætið er bezt fyrir þjóðina. Pegar kjósendur
finna það, að atkvæði þeirra hafa jafnan fult hlutfallslegt gildi, þá
hlýtur það ekki að eins að auka áhuga þeirra á þjóðmálefnum lands-
ins, heldur og að vekja hjá þeim einhverja siðferðislega ábyrgðar-
tilfinningu. Hvert einasta atkvæði á að hafa sitt hlutfallslega gildi,
og þá verður hvert atkvæði svo þýðingarmikið, að á því getur
riðið velferð þjóðarinnar. Sérhver kjósandi, sem eigi er siðlaus
maður, hlýtur að finna til þess, að hann verður á þennan hátt eins
og liðsmaður í hersveit, þar sem samvizka hans er hershöfðing-
inn; þó að hann hlaupi í aðrar hersveitir gegn betri vitund, þá
fylgir samvizkan honum og getur hegnt honum fyrir drottinssvikin.
Eg leyfi mér að segja, að á þann hátt geti kosningarnar haft
góð áhrif á þjóðina. En þetta hlýtur og að hafa góð áhrif á þing-
menn, því að það veltur eigi að eins á því, að ná kosningu, heldur
og að fá sem flest atkvæði. Svo sannarlega sem menn trúa á
að hið sanna og rétta sé sigursælla í mannlífinu, heldur en hið
ósanna og ranga, svo sannarlega mun sá þingmaðurinn fá meira
fylgi, sem meiri verðleikana hefur. Og þó að einhver þingmaður
með vélum og yfirdrepskap geti í eitt skifti fengið mikið fylgi, þá
verður hegnitig hans þeim mun meiri, þegar menn snúa við hon-
um bakinu.
Miðlungsmennirnir vilja gjöra alla jafna, einnig í þingsölunum,
en ranglæti miðlungsmanna á að víkja fyrir réttlætinu.
En nú munu menn. segja, að atkvæðagreiðsla sé alt of erfið,
ef þingmenn eigi að greiða atkvæði eftir atkvæðamagni, en þetta
er eigi alveg rétt. Pess konar atkvæðagreiðsla er alveg eins auð-