Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 71
71
embætti að kveykja á öllum luktum bæjarins á veturna, svo bæjar-
menn rasi ekki fyrir ráð fram, og mun ekki vanþörf á.
Vér snúum þá aftur að Laugaveginum og að húsi Halldórs
Pórðarsonar og lítum ofan að sjónum — göngum kannske spotta-
korn upp eftir aftur; þar liggja tvær götur út úr veginum og heitir
sú, sem fjær er, Klapparstígur, en hin Smiðjustígur; hús standa
báðumegin við þessar götur. Klapparstígur dregur nafn sitt af
Klöpp, sá bær liggur nokkuð afskektur við sjó frammi, þar bjó
Níels Eyjólfsson og Helga kona hans, og voru bæði í gömlum stíl
og stóðu sig vel. þar gagnvart er Nikulásarkot, sem sumir hafa
viljað kalla Nýjabæ, þar er tún umhverfis og þar býr Gunnar
Hafliðason, sá frægi fuglameistari, sem setur upp og dubbar alla
fugla fyrir Náttúrusafnið. Lending og skipa-uppsátur er fyrir framan,
og var þar áður kolaveiði, en nú er hún hætt, og vitum vér eigi
hvað til kemur. Alt þetta svæði var fyrir fáum árum einungis
nokkur kot eða smábæir, og kallað »Skuggahverfi«, því að »Skuggi«
hét einhver kumbaldi hjá Klöpp, og er þetta í vísu:
»þórður nagaði þurran ugga | þegar hann Gísli dó í Skugga«.
Vér staðnæmumst þá aftur við hús Halldórs Pórðarsonar, og
gefur þá að líta hús háyfirdómara Jóns Péturssonar; þar býr nú
ekkja hans, frú Sigþrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður
og Friðrik, cand. theol.; hafa þeir prýtt húsið mjög bæði utan og
innan með dýrindismálverkum og ýmsu skrauti, en í hallanum þar
fyrir neðan er fagur aldingarður, skrýddur mörgum tegundum fag-
urra blóma og jurtagróða; er hann upprunalega lagaður af mági
þeirra, Guðmundi lækni Guðmundssyni, sem bjó á Laugardælum.
Sá garður er einna skrautlegastur og þægilegastur allra garða hér,
því að jafnvel þótt hann liggi þétt við veginn, þá er hann samt
út af fyrir sig, með því líka allhár grjótgarður skýlir honum við
veginum, og má þar njóta friðar og kyrðar, þótt sífeld umferð sé
á veginum af fótgangandi og ríðandi mönnum, eða þá vögnum.
Pá er til vinstri handar og þar gagnvart hús Sveins Sveinssonar
snikkara, biskupsbróður, allsnoturt hús og vel bygt, því að Sveinn
er mesti smiður; það hús er einloftað, en mjög rúmgott og vel
um vandað. Gagnvart því eða lítið eitt á ská er stórt hús með
kvisti, mjög reisulegt, þar bjó Bergur Thorberg amtmaður, en
húsið var til höggvið í Noregi og flutt þá til Stykkishólms, því
Bergur sat þar þá; en er hann flutti til Reykjavíkur, þá lét hann
og flytja húsið og setja þar upp, sem það nú er. Eftir lát Bergs