Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 93
93
þar býr Kristján og hinn gamli stjörnumeistari Halldór Guðmunds-
son, og hefur þar gát á himintunglunum eins og Einar þveræingur
forðum. — þá er hús nokkurt einkar fagurt, einloftað, sem Helgi
Einarsson bygði, barnaskólastjóri. og þar andaðist hann; síðan
hafa ýmsir búið þar. — Par í götunni er hlið, og gengið inn til
endurskoðarans Indriða Einarssonar; mega allir vera hræddir um,
að upp um þá komist, að þeir kunni ekki að leggja saman, því
ekki mun Indriði hlífa þeim; en þetta hús var f)'rst bygt af Ludvig
Knudsen verlzunarmanni, og keypti Indriði það síðan. — Gagnvart
þessum húsum í götunni er lyfjabúðin, sem síðar mun verða á
minst; þá er »Gamli kirkjugarðurinn«, þar sem ýmsir merkismenn
hvíla, gléymdir undir gleymdum gröfum; en Schierbeck landlæknir
gerði úr kirkjugarðinum stóran og fagran aldingarð, og liggur þar
hús mikið, er hann lét byggja og bjó þar, þangað til hann fór
héðan; þá keypti Halldór Daníelsson bæjarfógeti húsið og býr þar.
Hús þetta er reisulegt og mjög vandað, enda var Jakob Sveins-
son þar yfirsmiður; það er ekki í neinni götu, en mjór gangur
liggur úr Aðalstræti að húsinu. — Gagnvart bæjarfógetagarðinum
er hús Perneyjar-systra og hús Gunnars Einarssonár kaupmanns,
og eru áföst saman og múrveggur á milli (því ekki má byggja
tvö hús saman nema eldfastur múr sé á milli húsanna). þar sem
þessi hús standa, var áður stór matjurtagarður, sem heyrði til
»Perneyjar-húsi«, sem svo var nefnt; það var lítið timburhús, bygt
af Jóhannesi Zoéga, föður Geirs kaupmanns, og bjó hann þar lengi,
og þar var Geir fæddur; seinna keypti Sigurður Arason húsið og
fluttist þangað frá I'erney, sem hann átti hálfa, og síðan var húsið
kallað »þerneyjar-hús« og dætur Sigurðar »I'erneyjar-systur«. Pær
seldu Gunnari kaupmanni húsið og létu byggja sér annað hús,
það sem þegar var nefnt, tvíloftað og mjög snoturt, og búa þær
þar nú. En Gunnar kaupmaður lét byggja hús þar áfast við,
miklu stærra og þríloftað; það er eitt svo í Reykjavík, að undan-
teknu Breiðfjörðshúsi. I þessu húsi Gunnars er sölubúð hans, og
eitthvað 30 herbergi, og leigja þar ýmsir. Hús þetta er rnjög
álitlegt og liggur á horninu á Tjarnargötu. í þeirri götu er fremur
lítið hús, sem Geir T. Zoéga kennari átti og bjó þar nokkur ár;
upprunalega var þar timburhús og þar bjó Kristófer Finnbogason
bókbindari, en seinna Petersen nokkur, verzlunarmaður, og ekkja
hans lengi eftir hann; þar bjó og I’órður skóari, kallaður »Thord-
arsen«, sem sagði »bonus dies«, þegar hann mætti manni, en »jeg