Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 120
120
neðar var Laugaveguritin; hann var ekki annað en lélegasti götu-
slóði og oft ófær á vetrum; hann lá neðar en vegurinn, sem nú
er. Enginn vegur lá vestur úr bænum, enda var þar ekkert nema
kotin í Grjótaþorpinu, engin »Vesturgata* nema götustígur upp
hjá »Sjóbúð« og að »L)oktorshúsinu«. Pá voru og göturnar nafn-
lausar, nema hvað nefndar heyrðust »Lækjargata« — »Strandgata«
KEVKJAVÍK 1800.
Eftir uppdrætti í Sjókortasafni Dana, gerðum í október 1801 af lautinant Ohlsen
Aanufn. Uppdrættinum fylgír meðal annars þessi lýsing:
I. Kirkjan (úr steini). 2. Hús járnsmiðsins. 3. Hegningarhúsið (úr steini). 4. Eign
Isaachsen^ í Christianssand. 5. Eign Sivertsens í Hafnarfirði. 6.—8. Eign Jacobæ-
usar í Keflavik. 9. Eign Færeyska félagsins. 10. Eign Flensborgarfélagsins. 11.—
13. Eign Thomsens í Norburg. 14. Hús gestgjafa Gundlager Svendsens. 15. Hús
P. Brechmans. 16.—17. Randersverzlunin. 18. Fálkahúsið og eldhús þess. 19. Eign
Petræusar kaupmanns. 20. Eign Bergmanns kaupmanns. 21. Eign verzlunarmann-
anna Jóns Gíslasonar & P. Brechmanns 22. Eign Sunchenbergs kaupmanns. 23.
Eign Laxdahls kaupmanns. 24. Fjós Verksmiðjunnar. 25. Eign Bergmanns kaup-
manns. 26. Kirkjugarðurinn. 27. Eign fyrv. fangavarðar Zoega. 28. Eign Berg-
manns kaupmanns. 29. Eign Verksmiðjunnar 30. Eign ekkju Bruuns fangavarðar.
31. Eign Scheels bakara (fyrv. bryta). 32. Skólinn. 33. Hús Bechs söðlasmiðs og
tjós hans. 34. Hús landfógetans og heyhlaða hans. 35. Spunahús Verksmiðjunnar.
36. Verksmiðjan. 37. Sölubúðir kaupmannanna Toftes og Bergmanns. 38. Hjallur
Itergmanns kaupmanns. 39. — 42. Eign Sunchenbergs verzlunar. Öll önnur hús eru
bæir, og þeir, sem ekkert nafn er við, þurrabúðarmanna- eða fiskikofar.
Athgr. Húsum fjölgar nú i Reykjavík næstum á hverju ári. Síðan 1788 hafa
þessi bætst við: 4, 5, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 23, 37.
Eins og uppdrátturinn sýnir, standa húsin altof nálægt hvort öðru, svo að ómögu-
legt er að byggja við þau og því síður er rúm til að búa til reglulegar þvergötur.
Það væri því æskilegt, að iillum væru framvegis úthlutaðar byggingarlóðir og reglu-
legar götur myndaðar.