Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 92
92
innganginum og borð eða »púlt« fyrir framan; borð og stólar
alþingisskrifaranna sitt hvorumegin, en þingmannaborðið í hálfhring
kring urn forsetastólinn. — Efri deildar salurinn er minni, að því
skapi sem sú deild er fámennari; hann er einnig snotur, og þar
er mynd Kristjáns konungs níunda. Áheyrendapallar eru { báðum
sölunum, hátt uppi undir loftinu og sést þaðan ofan af hæðunum
niður á þingmennina, eins og flugur á jarðríki; er oft afarþröngt á
sætum þessum og mikill troðningur, einkum þá er von er á »rifr-
ildi« í neðri deild, því íslendingar hafa lengst af verið hrifnir af
bardögunum. — f*á eru enn aðrir salir eða stór herbergi, handa
skrifurum, bókasafn þingsins o. fl., og er þar brjóstlíkneski Jóns
Sigurðssonar úr marmara (eftir Bergslien) og Bjarna Thórarensens.
— Uppi yfir þessum sölum er Landsskjalasafmb og eru herbergi
þess allrúmleg um sig, en lágt undir loftið. í þeim herbergjum
var áður Forngripasafnið, en þar var orðið alt of þröngt um það,
svo að síðasta alþingi sá því fyrir húsrúmi í bankahúsinu nýja.
Inr. úr efri deildar salnum er uppgangur í herbergi nokkurt með
húsbúnaði Jóns Sigurðssonar, en minnir annars ekkert á bústað
hans í Kaupmannahöfn, þar sem hann var lengst æfinnar. — Fyrir
framan alþingishúsið er jörðin eða »hlaðið« lagt með steinsteypu
eða hertu jarðbiki (Asfalt) í tigulmyndum og rennur í fyrir vatnið;
þetta hefur verið gert fyrir tilstilli Tryggva bankastjóra; og hefur
hann einnig látið gera fagran blómgarð á bak við þinghúsið, sem
er hinn fegursti í bænum; þar er hlaðinn hár múrveggur í kring;
í garðinum eru reitir ýmislega lagaðir, og gangstígar á milli, en í
reitunum eru gróðursett margskonar útlend blótn og trjáplöntur;
einn hóll er þar gerður úr grjóti og moldu og alsettur íslenzkum
jurtum. Ollu þessu skýlir húsið fyrir norðanvindinum, enda liggur
það á móti suðri og nýtur sumarsólarinnar, svo þar er unaðslegt
að koma.
Næst alþingishúsinu er hús Halldórs Friðrikssonar yfirkennara.
Pað hús bygði fyrst Kristján Möller kaupmaður; það var bygt úr
tigulsteini og þá einloftað, en Halldór hefur látið byggja ofan á
það, svo nú er það tvíloftað og álitlegra en áður, og er mjög
snoturt hús; þar á bak við er grasflötur og garður, en Halldór
er búmaður mikill. Par næst er hús Kristjáns Porgrímssonar, bygt
af honum, tvíloftað og mjög vandað; þar hafði Kristján bókasölu
allmikla, og þar var náttúrugripasafnið nokkur ár í tveim herbergj-
um niðri; síðan hefur þar verið verzlun og »skrifstofa almennings«;