Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 129
[29
viin rneiri, eöa 28,800 fetpund, og við það munum vér miða hér
á eftir.
Ef menn nú vilja finna, hve mörg hestöfl séu í einhverjum
Jæk eða á, eða fossi í þeim, þá verða menn fyrst að finna vatns-
megnib, eða hve mörg teningsfet af vatni eru að staðaldri á sama
stað í læknum. En það má finna með því, að mæla breidd
lækjarins og dýpt. Ef lækurinn t. d. er 10 feta breiður og vatnið
í honum að meðaltali 1 fet á dýpt, þá er vatnsmegnið 10 tenings-
fet. En hvert teningsfet af vatni er því sem næst 62 pund að
þyngd (nákvæmlega reiktiað 61,83172 pd.), og skakkar því litlu, þó
svo sé talið. Sé nú teningsfetatalan (10) margfölduð með 62 (punda-
tölunni í teningsfeti), verður vatnsþyngdin eða vatnsmegnið í punda-
tali 620 pund.
Pegar búið er að finna vatnsmegnið, þarf að finna straum-
hrabann. En hann má finna með ofureinfaldri aðferð. Maður
tekur t. d. aflanga spýtu og bindur járnmola eða stein við annan
enda hennar, þannig að hún geti staðið upprétt í vatninu. Steinn-
inn verður að vera svo þungur, að spýtan fari nærri öll í kaf, án
þess að hún þó sökkvi alveg. Síðan er spýtunni fleygt út í miðjan
lækinn og ferðhraði hennar mældur. Hafi nú spýtan t. d. borist
150 fet áfram á mínútunni, þá er straumhraðinn í miðjum læknum,
150 fet (miðað við mínútu). En nú má að jafnaði gera ráð fyrir,
að straumurinn sé harðari í miðjum læknum en fram með böklc-
unum, og verða menn þá jafnan að draga nokkuð frá fyrir þeim
mismun, til þess að komast að meðalstraumhraðanum. Pað mun
jafnaðarlega láta nærri að telja þennan mismun 1/s af straumhrað-
anum í miðjum læknum. Hafi straumhraðinn í miðjum læknum
verið 150 fet á mínútu, verður nwöalstraumhraði lækjarins 125
fet. Auðvitað verður mæling straumhraðans með þessari aðferð aldrei
fyllilega nákvæm, en þar sem hún er svo auðveld og handhæg
og mun að öllum jafnaði fara nærri réttu lagi, má vel notast við hana.
Að lokum verða menn að finna fallhæbina, þar sem foss er
í læknum, eða hann fellur fram af kletti, flúðum eða hæð. Mæl-
ing hennar er svo einföld, að ekki virðist þörf á neinni skýringu,
að því er hana snertir. Gerum af handahófi ráð fyrir, að hún sé
10 fet, eðe fossinn 5 álna hár.
Pegar búið er að finna alt það, sem hér hefir verið talið, er
auðvelt að reikna út, hve mörg hestöfl eru í læknum eða fossin-
um. Til þess þarf ekki annað en að margfalda fyrst vatnsmegnið
9