Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 152
152
um, sem hafa efni á því, að eignast hana. Sérstaklega viljum vér
benda íslendingum í Ameríku á hana, því hentugri bók en hana til
þess, að endurvekja minningar þeirra um hina fomhelgu staði sögu-
landsins, er naumast hægt að hugsa sér. Hún kostar í bandi 21 sh.
(18 kr. 90 au.), og má það ekki dýrt kalla, þegar miðað er við mynda-
fjöldann og hinn vandaða frágang (pappír og prentun).
Um þessa bók hefir dr. Kr. Kálund skrifað ritdóm í »Arkiv f.
nord. Filologi* XVI, 387—390, og eru í honum margar góðar athuga-
semdir og bent á ýmislegt fleira miður nákvæmt, en hér hefir verið
tekið fram, en sumt af því aftur ótalið, sem vér höfum minst á.
V G.
íslenzk hringsjá.
UM ÍSLAND, lýsing á lífi íslendinga, mentun þeirra, bókagerð, atvinnuvegum
o. s. frv. hefir Gudmutidur Fiiðjónsson skrifað alllanga og laglega grein (með mynd-
um) í hið norska tímarit »Kríngsjaa« XIV, 7 og 10 (1899).
FÁLKAHREIÐRIÐ, saga Einar Benediktssonar með því nafni, hefir verið þýdd
á norsku og komið út í tímaritinu »Kringsjaa« XIV, 9 (1899).
UM ÍSLENZKA LJÓÐAGERÐ í byrjun og við lok 19. aldar hefir cand. mag.
Olaf Hatisen ritað grein í danska tímaritið »Vagten« 1899 (bls. 326—343) og fylgja
sem sýnishorn þýðingar á nokkrum íslenzkum kvæðum. Kvæðin eru eftir Bjarna
Thórarensen (Sigrúnarljóð, Vestanvindurinn, Kystu mig aftur, Oddur Hjaltalín), Jónas
Hallgrímsson (Island, Ferðalok, Eg bið að heilsa og kafli úr Gunnarshólma), Hannes
Hafstein (Skarphéðinn í brennunni) og Þorstein Erlingsson (Örlög guðanna). Greinin
er vel rituð og þýðingin á kvæðunum ágæt, og heldur hann þó oft höfuðstöfum og
stuðlum, sem gerir enn erfiðara að þýða nákvæmt. Bendir þetta á ekki litla rím-
snild, enda hefir O. H. áður sýnt það í kvæðabók þeirri, er hann hefir gefið út, að
hann hefir mikið vald á móðurmáli sínu. — Síðar hefir sami höfundur í sama riti
birt aðalinntakið úr Kórmákssögu og þýðingar á hinum beztu vísum Kórmáks.
SVERÐ OG BAGALL, hið nýja leikrit Indriða Einarssonar, hefir verið þýtt á
þýzku (»Schwert und Krummstab«, Berlin 1900) af M. phil. C. Kuchler. Um þá
þýðingu hefir staðið ritdómur í »Litter. Centralblatt« og er leikritinu þar hælt, en
dálítið fundið að málinu á þýðingunni. Um það skulum vér ekki dæma, því til
þess erum vér ekki færir, en óliætt mun að fuilyrða, að þýðingin sé rétt og nákvæm.
Og hinn ytri búningur á henni (pappír og préntun) er hinn bezti og miklu álitlegri
en á íslenzku útgáfunni. Framan við þýðinguna er allangur inngangur um íslenzkan