Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 111
111
Breiðfjörðs húsi því hinu mikla, sem áður er talið. — Fischers-
sund liggur á milli Fischers verzlunarhúss og vöruhúsa þeirra, sem
verzlunin á; þar eru engin íbúðarhús að neðanverðu í sundinu, en
ofar er bökunarhús Fridriksens bakara, þar sem áður var Jensen
bakari. Upp úr Fischers-sundi er gata nokkur og liggur upp að
»Nýjabæ«, hann er við Geirs-tún, en er nú fallinn; þar er íshús
mikið, er Geir hefur bygt handa sér; en nokkuð neðar er hús
Guðmundar Olsens verzlunarstjóra, nýtt og mjög snoturt. IJar
gagnvart er steinhús eitt, sem kallast Hákonarbær, þar var torf-
bær áður. — Pá er vér komum fyrir hornið á bökunarhúsinu,
tekur sú gata við, er Mjósund nefnist, þverbeint á þessum þrem
síðast nefndu götum; þar er til vinstri handar »Vinaminni«, er
Sigríður Einarsdóttir lét byggja, kona Eiríks Magnússonar meistara
í Cambridge; það er stór bygging og hvergi eins hátt undir loft
í nokkru prívathúsi í bænum; þar eru stórir salir og alt mikil-
mannlegt og bygt upp á ensku. Far rétt fyrir neðan var áður
»Brekkubær«, þar sem Sigríður var fædd, og lét hún byggja þetta
mikla hús til minningar um hinn forna og horfna æskustað, þar
sem hún hafði skemt með söng og gleði oss og mörgum, sem
segir í «Tólf álna kvæðinu«. Annars býr enginn í Vinaminni að
staðaldri, nema María Einarsdóttir, systir frú Sigríðar, en þar hefur
Kristján assessor búið, og þar býr Jón Vídalín konsúll á sumrin.
Par gagnvart er lágt hús og fornfálegt, eign Hansens hattara;
það var fyrst bygt af Snæbirni Benediktssyni verzlunarmanni, sem
fórst með öðrum á »Sölöven«, og var húsið þá miklu minna, en
hefur síðan verið lengt, og ávalt lélegt. I’ar í götunni eru og
nokkur fleiri hús, sem ekki þykir vert að telja.
GLASGOW er afarmikil bygging gagnvart bökunarhúsi Fridrik-
sens, en liggur eiginlega ekki í neinni götu. T'etta hús var bygt
um 1860, þar sem áður stóð »Borgarabærinn«, sem átti Þóröur
borgari, faðir þeirra bræðra Guðmundar og Sigurðar, einhverra
helztu alþýðumanna hér. Par var þetta mikla hús reist af tveimur
Englendingum, Henderson og Anderson, og kallað »Glasgow«
eftir stórborg á Skotlandi með því nafni (en fólk hér kallar það
»glerskó« eða »glerskóg«, til þess aö fá eitthvert vit í nafnið,
ósjálfrátt), því þeir munu hafa þaðan verið. Þar var þá stofnuð
einhver hin mesta og haganlegasta verzlun, sem hér hefur verið,
og alt út búið sem bezt mátti verða, járnbrautir lagðar frá húsinu
og ofan að sjó og út á bryggjur, og vörunum ekið á þar til gerð-