Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 117
eigi sé unt aft ráða við það eins og vera ætti. Vatnsból eru
hingað og þangað: í sjálfum bænum eru þrjú, það er: við Banka-
stræti, alment nefnt »P>akarapósturinn«; þar er ekki gott vatn,
seltublandað; annað er fyrir sunnan latínuskólann, nálægt tjörn-
inni; þriðja er »Prentsmiðjupósturinn«, fyrir framan gömlu prent-
smiðjuna, í Aðalstræti; þar er vatnið bezt; svo eru vatnsból við
Zímsens hús og við latínuskólann, en þau eru ekki ætluð almenn-
ingi til afnota.
TÚNIN fyrir ofan Reykjavík eru nefnd ýmsum nöfnum: Hóla-
völlur, Nýjatún, Hliöarhíisatorýan, og svo kend við þá menn,
sem eiga túnin eða yrkja þau; en annars eru flest þeirra ekki
yrkt eins og skyldi, nema tún Geirs kaupmanns Zoéga, það er
fyrirmyndartún og sýnir, hvað gera mætti, ef vilji og hirðusemi
væri sköpuð í hausa mannkynsins. Nýjatúnið er lengst á burtu,
og hefur verið grætt út að miklu leyti upp úr melunum, en órækt
er í því víða og þar vaxa enda fjallagrasategundir og mosar sum-
staðar, en það vex ekki nema í illa ræktaðri jörð eða jafnvel
órækt. Enda hefur túnið aldrei verið vel hirt, þótt það sé girt
vænum grjótgörðum. Nær bænum er Landakotstímiö, sem kat-
ólsku trúboðarnir eiga, illa hirt og víða blásið; þar er »Landa-
kot«, þar sem dómkirkjuprestarnir hafa setið; það var snoturt
timburhús, sem Helgi Thordarsen lét byggja sér þá er hann varð
dómkirkjuprestur, og eftir hann bjó þar síra Ásmundur, og síra
Ólafur Pálsson um tíma (áður bjuggu prestarnir úti á Seli, fyrir
vestan bæinn); en eftir að þessi eign var komin í hendur útlend-
inganna, þá sátu þar hinir katólsku klerkar; var húsið altaf óbreytt,
en einhver lengja eða langur timburkofi var hafður fyrir kirkju.
Nú fyrir skemstu hefur húsið verið bygt upp að nýju, og er þar
komið tvíloftað hús allmikið, en ný og snotur kirkja hefur verið
reist neðar á túninu, og er hún til að sjá laglegri en dómkirkjan
bænum. Annars eru þessi tún fögur af náttúrunni, og veruleg
prýði, og ekki mundi staðurinn verða fegri, ef hér væri alsett hús-
um, eins og sumir vilja. — Paö er eins og þeir ímyndi sér, að
öll jörðin ætti að réttu lagi að verða eitt húsaþorp — enda hefur
sumstaðar verið mælt út af túnunum, til þess að klína þar á ein-
hverjum kofum.
Kirkjugarðsstígurinn (Suðurgata) liggur frá bænum og suður
að kirkjugarðinum; þar fyrir vestan, uppi á túninu, var latínuskól-