Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 136

Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 136
136 Það þarf því ekki framar vitnanna við um það, að þeir muni full- boðlegir kirkjunni okkar, og er því alveg óhætt að bera þá á borð fyrir söfnuðina, alstaðar þar sem því verður við komið — og það sem fyrst. Að því er »Sex Sönglög« snertir, þá má nærri því segja, að þau séu hvert öðru betra. Sum af þeim eru áður kunn, t. d. »Þess bera menn sár«, lag, sem fellur ágætlega við textann, og »Systkinin«, undur- fallegt lag, fullkomlega samboðið kvæðinu. Það er því hreinn og beinn óþarfi að vera að fjölyrða um þessi sönglög; þau hafa þegar reynst vel í sönglegu tilliti og em fögur og frumleg. Og ekki nemur verðið svo miklu, að flestir eigi ekki hægt með að eignast þau. J. Th. IV. GUÐM. MAGNÚSSON: HEIMA OG ERLENDIS. Nokkur ljóð- mæli. Rvík 1899. Kvæðasafn þetta er lítið, en laglegt. Aðalkostir þess eru, að kveðandin er lipur, málið hreint og orðalagið náttúrlegt. Að vísu er ekki í því neinn stórfeldur skáldskapur, engar eldingar, er slái niður í hug manna og »seiði hann leikinn«; en þó eru eigi alllítil tilþrif í sumum kvæðunum (t. d. »Kvöldstundir við Eyrarsund« o. fl.); og þegar þess er gætt, að höf. er ungur og lítt þroskaður alþýðu- maður, sem hefir ekki átt kost á að afla sér verulegrar mentunar, þá er hér óneitanlega ekki illa á stað riðið. Smekkleysur eru því nær engar og yfir höfuð er furðulítill viðvaningsbragur á meðferð höfundar- ins á efninu. Er eigi örvænt að hann sé efni í skáld, ef hann fær að njóta sín og ná fullum þroska, og er því vert að hlynna að honum og kaupa kvæði hans, sem mörgum mun skemtun að lesa, en engum leiðindi. ÍSLENDINGASÖGUR. 25.—27. Rvík 1899. í þessum heftum eru: - Gísla saga Súrssmar, bæði hin lengri og hin styttri, Fóstbræbra saga og Vígastyrs saga ok Heibarvíga. Eru þetta alt skemtilegar sögur og merkilegar, þó hin síðasttalda sé því miður í brotum. — íslend- ingasögur ætti hver íslendingur að kaupa öllum öðrum bókum fremur (sbr. Eimr. IV, 156). NYJA ÖLDIN III, 1—2. Utgefandi: Jón Ólafssm. Rvík 1899. Þetta rit er áframhald (í tímaritsformi) af pólitiska blaðinu með sama nafni, sem stofnað var haustið 1897 »til að unga út eggjum frá '89«, en sem hætt var við eftir i'/4 ár, hvort sem það nú hefir verið af því, að ritstjórinn hefir þá ekki enst til að »liggja lengur á«, eða hann hefir þá loksins verið orðinn sannfærður utn, að hann hefði lagst á tóm fúlegg, sem engin von væri til, að nokkur ungi gæti nokkurn tíma úr komið. Fyrra heftið byrjar með ritgerð eftir ritstjórann um »dýrsegulmagn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.