Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 104
104
menn. Seinna varð húsið eign forfinns Jónatanssonár káupmanns;
eftir hann kom Porlákur Johnson og rak þar fjöruga verzlun
nokkur ár. Nú býr Holger Clausen í fyrra húsinu, en verzlar í
þessu síðar nefnda. IJá eru vöruhús óálitleg og kumbaldar, en
síðan kemur stórt hús og álitlegt, sem var sölubúð Hannesar John-
sens, Steingrímssonar biskups, og var hann þar kaupmaður mörg
ár, en Símon Johnsen sonur hans tók við eftir hann. Seinast
verzlaði þar Jóhannes Hansen, en andaðist eftir stuttan tíma í
íbúðarhúsi Hannesar, sem er þar við hliðina; þar önduðust þeir og
báðir, Hannes og Símon. þetta hús er fyrsta húsið í Veltusundi,
en þar gagnvart er gamalt hús, lágt og fornfálegt, nú óbygt, en
hefur áður verið snoturt, því að þar var aðsetur Havsteens kaup-
manns, sem átti bæði það og verzlunarhúsin þar sem nú er Brydes-
búð; hún er bygð upp að nýju og eru þar stór og vönduð her-
bergi bæði fyrir verzlun og bústað; en alt þetta átti áður íslenzkur
kaupmaður, Pétur Jónsson, norðlenzkur, kallaður »Petersen«, en
hann bjó sjálfur í Kaupmannahöfn og kölluðu íslendingar hann
»Káetu-Pétur«.
Pá höldum vér í vestur og norður frá þessum húsum og út
að sjónum, þar er »Bryggjuhúsið«, mikil bygging með porti gegn-
um alt húsið, og liggur bryggja þar í gegnum og í sjó út;
þetta hús var fyrrum bygt handa póstgufuskipunum og átti að
aka öllum hinum útlenzku gæðum og sendingum með makt og
miklu veldi upp í höfuðborgina; líklega hefur þetta verið gert á
kostnað gufuskipafélagsins, svona á morgunstundu framfaranna, en
þetta hefur ekki staðið lengi, því að nú er húsið eign Fischers
verzlunar. Pá er vér stöndum þar í portinu, sjáum vér eftir endi-
löngu Aðalstrœti\ og er »Herkastalinn« við hinn endann. Pá er
fyrst til hægri handar og á horninu á Aðalstræti og Hafnarstæti
lágt hús, óálitlegt, sem áður var kent við Sunckenbergs verzlun,
en varð seinna eign Eggerts Waage kaupmanns; seinna verzlaði
Matthías Johannesen þar og bætti húsið allmikið; en síðan keypti
Brydes verzlun það og var þar ruslaverzlun um tíma, eða er enn.
Par gagnvart er allmikið hús tvfloftað, sem Tærgesen kaupmaður
lét byggja upp úr gömlu húsi, og þótti það þá einna mikilhæfast
hér í bænum; nú er þar hin alkunna Fischers verzlun, og hefur
verið þar um mörg ár. Þetta hús snýr að Aðalstræti, og er á
horninu þeirrar götu og Fischerssunds, en hinumegin eru vöru-
geymsluhús verzlunarinnar; þar á horninu var áður íbúðarhús