Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 151
'51
að ræða, sem höf. hefðu sannarlega ekki átt að taka trúanlegar rann-
sóknarlaust. í Helgafellsklaustri voru aldrei neinar nunnur, heldur var
það eingöngu munkaklaustur (Ágústínsregla), og var upprunalega sett í
Flatey 1172, en 1184 var það flutt til Helgafells. Af þessu má sjá,
að Guðrún getur ekki hafa stofnað það, því hún hlýtur að hafa dáið
einhvem tíma fyrir miðja 11. öld, þó hún yrði fjörgömul. Slíks er
heldur hvergi getið, heldur þess eins, að hún hafi verið hin fyrsta
nunna og einsetukona á íslandi. En um fleiri slíkar einsetukonur er
getið, áður en nokkurt klaustur var til í landinu. Vigð nunna hefir
Guðrún sjálfsagt heldur ekki verið, en að eins lifað einsetulífi. Hin fyrsta
vígða nunna, sem getið er um, er Hildur sú, er Jón biskup Ögmundsson
vígði í hytjun 12. aldar. En hún var heldur ekki í neinu klaustri.
Hið fyrsta nunnuklaustur á íslandi var nefnilega ekki stofnað fyrri en
1186.
Á bls. 105 er sagt að Elliðaey við Stykkishólm hafi verið kölluð
eftir »hinu fræga skipi Elliða«, og er þar sjálfsagt átt við skip Frið-
þjófs frækna. En hver líkindi eru nú til þess, að menn hafi farið að
nefna eyna eftir þessu skipi? Skyldi Friðþjófur eða Þorsteinn faðir
hans hafa verið þar á ferð á Elliða sínum og lent við eyna? Nei, það
stendur alt öðmvísi á þessu nafni. Það á ekkert skylt við »hinn fræga
Klliða« Friðþjófs. Skip Friðþjófs hefir meira að segja sjálfsagt aldrei
htttib Elliði, heldur haft alt annað nafn. En það hefir verið »elliði«.
í fomöld kallaðist nefnilega viss tegund skipa elliðar (sbr. skeið, snekkja,
langskip o. s. frv ), og eftir þessari skipategund hefir bæði Elliðaey við
Stykkishólm og Elliðaey við Vestmánnaeyjar fengið nafn sitt, af því
þessar eyjar voru svo líkar elliðaskipum í laginu, enda lítur Elliðaey
við Vestmannaeyjar alveg eins út eins og skip á sjónum frá Heimaey
að sjá. Og þó vér ekki munum, hvemig Elliðaey við Stykkishólm er
f lögun, þá er það grunur vor, að líku sé að gegna með hana.
Að höfundur Eriðþjófssögu hefir haldið, að »elliðí« hafi verið
nafn á skipi þeirra feðga, kemur til af því, að slík skipategund var þá
fyrir mörgum öldum undir lok liðin og gleymd, er sagan var rituð.
Sami misskilningurinn kemur fram í Hervararsögu, þar sem sagt er að
bæði skip Odds og skip Hjálmars hafi heitið Askar. En »askr« var
ekki skipsnafn, heldur táknaði vissa tegund skipa með ákveðinni lögun.
Englendingar og írar kölluðu Norðmenn og Dani »askmenn 1, af því
þeir komu á slíkum skipum. Oddbjöm askasmiður, sem getið er í ,
Landnámu, hefir og sjálfsagt fengið auknefni sitt af því, að hann hefir
verið góður skipasmiður, en ekki af því, að hann hafi smíðað mataraska.
En þó að þessar misfellur séu á, þá er bókin að öllu samantöldu
samt hin eigulegasta og sannarleg bókaprýði. Viljum vér því ráða öll-