Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 78
7«
svo að engin munu slík hér, og ekkert sveitabú mun annað eins.
Fram með tjörninni og yfir að bænum eru tún ýmsra bæjarmanna,
og er alt þetta grænt á sumrin og vinalegt; vér komum þá þar
að hinum nýja BARNASKÓLA, sem hvað stærðina snertir gæti verið
nægilegur »haskóli«; þetta er hin mesta bygging, sem bærinn
hefur látið reisa, og öll hin vandaðasta og fullkomnasta, sem hér
er kostur á, og alt öðruvísi en spítalinn; mun það hafa vakað fyrir
bæjarstjórninni, að einu gilti hvað um sjúklingana yrði, þeir væri
á förum hvort sem væri, en alt yrði að gera til þess að uppala
æskulýðinn og efla hann að vizku og þekkingu. í barnaskólanum
njóta undir 300 börn kenslu, og mörg ókeypis, og eru þar 19
kennarar og kennslukonur. Par er alt kent á íslenzkar bækur, en
ekki danskar, eins
og í latínuskólan-
um. Pá göngum
vér fram hjá þess-
ari vísindastofnun
og yfir brú, sem
liggur yíir læk-
inn. Allur hluti
bæjarins fyrir of-
an lækinn, frá
Bankastræti og
suður eftir og upp
>. í holt er kallaður
»þingholt« og
vitum vér ekkert
um upprunaþessa
nafns, hvort þar hefur verið bær með þessu nafni (eins og fleiri
bæjanöfn enda á -holt: Skálholt, Sviöholt o. fl.), eða hvort þar
hefur verið þingstaður til forna og hafi svo nafnið komist á alla
bæjaþyrpinguna þar og haldist við síðan.
Lœkurinn kemur úr TJÖRNINNI, en vatnið síast í hann úr
vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur »liggur«, því enginn
straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhólskletta. Lækjar-
bakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það
alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það
hirt, þótt altaf sé verið að tala um að »prýða bæinn« og stórfé
fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingjahúss-
Á. Thorst. phot.
BARNASKÓLTNN.