Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 55
55
hverfa og síðar. En hitt hafa menn ekki haft neina vitneskju um,
að sjór hefur gengið upp á undirlendið áður en þessi síðasti jökull
kom yfir. Eru til þessa þau rök, sem nú skal greina.
Á láglendinu skamt suður af Geysi er ísnúið dóleríthraun;
ekki veit ég um takmörk á hrauni þessu, en ætla mætti að klett-
arnir hjá Hólum, austur af Geysi, væru ef til vill partur af því.
En hvað sem því líður, þá er hraunið mikið um sig, en víðast
hvar hulið undir leir og jarðvegi. í gljúfrinu fyrir neðan foss þann
í Tungufljóti, sem er næst fyrir neðan Valdavað, má sjá, að þetta
ísnúna hraun hvílir á leir, sandi og möl; er mölin efst, en leirinn
neðst. Ofan á hrauninu er aftur leir. Hraunið hefur runnið yfir
óslétt yfirborð; nær það sumstaðar niður að ánni, en sumstaðar
eru um 20 fet af leir o. s. frv. að sjá undir hrauninu. f*etta bendir
á, að hraunið hafi ekki runnið á sjávarbotni; en mölin ofan á leirn-
um bendir líka til þess, að sjórinn hafi grynkað. Lárétt og ótrufluð
lög liggja að ofan og neðan að leirlögum, sem hafa bognað og rask-
ast á annan hátt. Bendir þetta til þess, að ísrek hafi verið í sjón-
um, er þessi lög urðu til. Alveg samskonar jarðrask, þó að nokkuð
meira kveði að, hefur orðið á leirlögum þeim, sem liggja ofan á
ísnúna hrauninu, og er þar líka möl efst.
Af þessu má leiða þá ályktun, að fjörður hafi skorist þarna
inn í landið, áður en síðasti jökullinn gekk yfir undirlendið. Að
öllum líkindum hefur landið svo risið úr sjó, hraun rann þarna
niður eftir og síðan féll þar fram jökull. Pegar jökullinn hvarf,
var landið í sjó enn á ný, en hefur síðan lyfzt úr sjó fram undir
400 fet, eins og sjá má af fjöruborði einu í Prándarholtsfjalli við
I’jórsá; er það hæsta fjöruborð (sjávarborð), sem fundist hefur á
íslandi, að því er ég veit.
Af þessu sjáum vér, að ísland hefur sigið og risið í sjónum
hvað eftir annað, og eru engin líkindi til, að því sé lokið enn;
svo virðist sem sjórinn sé að hækka á landinu kringum Reykjavík,
en raunar er það mál lítið rannsakað enn.
En víkjum nú aftur að móbergs-jökulurðunum.
Að sumt móberg sé þess eðlis, er enginn heilaspuni, heldur
styðst það við svipuð rök og sú ályktun, að hestur hafi stigið þar
sem hóffar sést.
Margt mætti hér til nefna, en það, sem tekur af allan efa í
þessu efni, er, að blágrýtismolarnir í móberginu eru oft rákaðir
og heflaðir á þann hátt, sem steinar verða undir skríðandi jöklum,