Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 124
124
sinni komið til mála að gera eitthvað til hreinlætis í bænum; einu-
sinni var sjómönnum skipað að láta slorið í kassa, sem settir voru
í fjörunni til þess, en þvi var ekki skeytt, enda var engin mynd
á kössunum og ekkert eftir gengið; þá voru og salerni bygð á
malarkambinum, en þau voru öll svo útötuð og fylt með óþverra og
klámritum, að þau köfnuðu í því; fer svo um alt, þegar fólkið vill
engu hlýða. IJá hefur Reykjavík og verið brugðið um, að hún væri
»óþjóðleg«, og málið ekki sem hreinast, og er hvorttveggja rangt
og komið af öfund og sveitaríg, enda mun hægt að sýna, að ekki
gengur betur annarsstaðar; þó að nokkrum útlendum orðum sé
slett innan um íslenzkuna, þá á þetta sér alstaðar stað, og mun
verða minst á þetta síðar.
Bæjarstjórnin og byggingarnefndin hafa látið sér ant um að
re'gla kæmist á húsasetningu og göturnar yrðu beinar og breiðar,
því að það er áríðandi fyrir þrifnað og heilsu manna, og er nú
stranglega eftir þessu gengið; svo stranglega, að þegar Benedikt
sótari bygði sér hús, sem munaði svo sem einum þumlungi frá
beinni stefnu, þá varð stæla út úr því, en ókunnugt er, hvort Bensa
hefur tekist að ýta húsinu til um þumlung eða ekki.
ATHUGAwSEMD. Frarahaldið á þessari skemtilegu ritgerð kemur í 3. heftinu af
þessum árgangi, og búumst vér við, að það þyki ekki hvað sízt. Sá kaflinn, sem
eftir er, skiítist í þessar greinar:
GÖTUIÍFIÐ I REYKJAVÍK,
MEN'I'ALIFIÐ (skólarnir o. s. frv.),
MÁLIÐ í REYKJAVÍK,
FAGRAR IJwSTIR (skáldlist, sönglist, leiklist o. s. frv.).
SÖFNIN,
TRÚIN OG TRÚARLÍFIÐ,
FRAMFARIR Á SEINNI ÁRUM,
FÉLAGSLÍFIÐ (talin öil möguleg félög og þeim lýst),
SKEMTANIR,
NIÐURLAG.
Úess skal getið, að flestar fyrirsagnir eru eftir oss, og eins höfum vér valið allar
myndirnar og séð um þær að öllu leyti. l'að, sem mönnum því kynni að mislíka i
þessu efni, verður að koma oss í koll, en ekki höfuudinum. RITSTJ.