Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 110
I IO
í þeim endanum, sem snýr að Vallarstræti, einhver hinn mesti
hugvits- og hagleiksmaður á þessu landi, og er nú öðruvísi en
áður,- þegar engir fengust til að gera við úrin nema gullsmiðir og
silfursmiðir, sem ekkert höfðu við það fengist.
GRJÓTAPORPIÐ. Vestur úr Aðalstræti hækkar landið og
heitir alt það svæði »Grjótaþorp«; liggja fjórar götur þar upp úr
miðbænum, og heita Túngata, Grjótagata, Brattagata og Fischers-
sund. Túngata hefur verið talin áður; hún er syðst. Grjótagata
er á milli Sturlu-búðar og húss M. Johannesens; þar við götuna
er stórt og fagurt hús, smíðað nýlega af Einari Helgasyni og eign
hans ásamt frú Steinunni Thórarensen, ekkju síra Stefáns Thóraren-
sens. Par var áður »Gröndalsbær«, þar bjó Benedikt Gröndal
assessor og andaðist þar (1825); seinna bygði Kristján kaupmaður
Jakobsen lítið hús á því bæjarstæði; þar bjó Sveinbjörn Hall-
grímsson um tíma; síðan varð húsið eign Helgu Benediktsdóttur
Gröndals, þá er hún var orðin ekkja eftir Sveinbjörn Egilsson, og
þar andaðist hún; eftir hana fékk frú Elín Thorstensen húsið, ekkja
Jóns landlæknis, og andaðist þar, en síðan bjuggu þar dætur
Sveinbjarnar Hallgrímssonar, Sigríður og Kristín. Lengra upp frá
er nýtt hús, bygt af Ólafi Norðfjörð, það er snoturt; enn ofar er
hús Magnúsar snikkara Ólafssonar, kallað »Hæstiréttur«, af því
það er hátt, og þó ekki hærra en mörg önnur hús; þar hjá er
minna hús, sem Magnús býr sjálfur í; hann hefur og bygt bæði
þessi hús. Par gagnvart er snoturt hús og fremur lítið, sem
Bjarni snikkari hefur bygt; þar er fagur blómgarður fyrir framan
og girt með múrvegg. Par hjá er stórt hús, sem Bjarni hefur
nýlega reist. Nokkuð ofar er hús Borgþórs Jósepssonar verzl-
unarmanns, þétt upp við Geirstún. — Brattagata byrjar á milli
Breiðfjörðs húss og biskupsstofunnar gömlu; Breiðfjörðs hús nær
langt upp í götuna, og er þar ekkert hús gagnvart, en ofar er
hús, sem Gísli snikkari átti, faðir Odds Gíslasonar prests, þess er
fór til Vesturheims; Rósa hét kona Gísla og móðir Odds, og var
húsið því oft kallað »Rósuhús«; það hús varð seinna eign Eiríks
Kúlds snikkara, en af honum keypti Egill Egilsson það og and-
aðist þar; var þá margbúið að byggja við húsið og breyta því
frá þess upprunalegu mynd. Síðan hafa ýmsir orðið eigendur
hússins. Par gagnvart er hús nokkurt, er Breiðfjörð hefur látið
byggja, og er grasflöt mikil þar fyrir framan og hallar ofan að