Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 60
6o
og sjórinti blár'Og litbreytingarnar myndast á fjöllunum eftir því,
hvort þau eru nær eða fjær. fá er til hægri handar LAUGARNES og
lauga-reykirnir; Laugarnesið gengur út í Kollafjörð og er alt grasi
vaxið; þar stóð áður kirkja og þar er sagt að Hallgerður langbrók
sé grafin; eitthvert »leiði« er þar og heyrt hef ég, að þar hafi
menn orðið varir við kistu (ekki líkkistu), en ég veit ekki hvort
þar hefur verið rannsakað með nokkru viti. Seinna (1825 —1828)
var þar bygt múrhús og stofnað biskupssetur; múrhúsið segir Jón
Espólín að hafi kostað nær 30,000 dala (60,000 kr.), en hefur
aldrei verið helmings virði við það, enda vita allir hvernig farið er
með peninga hér, og engin tilsjón höfð með smiðunum, en þeir
Mtmm
.-i
■ .■ ' : ' - .
... . ■ .....' »•.. '- r,•
■ V- . " . „ ■ .' - .
; ,r •-V-V '*■ *
REYKJAVÍK FRA SKOLAVÓRÐUNNI.
Á. Thorst. phot.
látnir sjálfir ráða öllu og svo ekki skift sér af neinu. í Laugar-
nesi sátu þeir Steingrímur biskup og Helgi biskup, þangað til
Helgi fluttist til Reykjavíkur. Petta hús var álitligt og fallegt
bæði innan og utan, stórar og háar stofur með gyltum listum, sem
þá var ekki títt hér; en það fór eins og aðrar stórbyggingar hér,
þegar höfðingjarnir hætta eða falla frá: enginn vildi vera í Laugar-
nesi, því alt vill þyrpast til Reykjavíkur; nokkrir bæjarmenn keyptu
það og buðu það til ábúðar fyrir lítið sem ekkert, en það kom
fyrir ekki, varð húsið svo að rúst. Það stóð samt ófallið nokkur
ár og þótti ætíð prýði að því. Af kirkjunni, sem stóð í Laugar-
nesi, dregur »Kirkjusandur« nafn, hann er fyrir botninum á Laugar
nesvík, og séít þetta alt frá Skólavörðunni. Nú sést ekkert at hinu
forna húsi, en í stað þess er kominn »HOLDSVElKRA-SPÍrAUNN«, ljót