Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 105
io5
Vellejusar kaupmanns, og seinna Sveinbjarnar Jakobsens, en nú
er það hús rifið og skíðgarður kominn í staðinn; þetta svæði er
líka eign Fischers verzlunar. — Paðan í röðinni til hægri handar
er hús það, er Pórður Jónassen átti, háytirdómari, og bjó þar
langa æfi; þar andaðist hann; var húsið þá einloftað, en allsnot-
urt og vel bygt; síðan keypti Sigurður Jótisson það, járnsmiður,
og bygði ofan á það og svo enn annað hús í garðinum, og settí
þar mikla járnsmiðju. Frá íveruhúsi Sigurðar sést eftir endilöngu
Austurstræti og upp á Bankastíg. Par gagnvart er »Hótel ísland«
og útbyggingar þess, og þar yzt lítið hús, sem áður var sölu-
kompa, en hefur orðið »heimsfræg«, af því þar bjó John Coghill,
sá nafnfrægi hrossakaupmaður, sem öldurnar sungu yfir á Atlanz-
hafi. Pá er V allarstræti, og er þar á horninu verzlunarhús Brynj-
ólfs Bjarnarsonar kaupmanns, stórt hús tvíloftað og snýr gaflinn
að Aðalstræti, og þar eru dyrnar inn til verzlunarinnar; var þetta
hús bygt af þeim frændum Jóni Vídalín (nú enskum konsúl) og
Páli Eggerz, sem dó í Ameríku, og var það þá nefnt »frænda-
húsið« og »frændaverzlunin«. Ióir gagnvart er hið stórkostleg-
asta íbúðarhús bæjarins, Breiðfjörðshús, þríloftað, með svölum
framan á, og eru þær bornar af járnbitum, svo ekki þarf að ótt-
ast að þær bili; þar er verzlun Breiðfjörðs neðst í húsinu og stein-
steypt stétt fyrir framan; en húsið liggur á horninu á Aðalstræti
og Bröttugötu, og er þar inngangur til leikhúss þess, er Breið-
fjörð hefur látið gera þar, og er það eindæmi af einum einstökum
manni; þar hefur oft verið leikið og fundir haldnir og ýmsar sam-
komur. Forgarðurinn út til BröttugötU er margar álnir á hæð
og glerþak yfir, og er hvergi annað eins hér. í þessu húsi eru
mörg herbergi og salir, sem nærri má geta; en þetta hefur Breið-
fjörð bygt sjálfur (því hann er bæði smiður og kaupmaður) upp
úr hinu gamla »Hákonsenshúsi«, sem ísleifur etazráð lét byggja
handa systur sinni, sem var gift Einari Hákonsen hattasmið, og
bjuggu þau hjón þar lengi. Ágætt efni var í húsinu, eins og ann-
ars í þessum gömlu húsum, en það féll samt meir og meir og varð
óálitlegt með tímanum, þangað til það fékk upprisunnar dýrð fyrír
Breiðfjörðs kraft. Par í einni stofu hefur Jónas Hallgrímsson búið,
og þar sneri hann Ursíns stjörnufræði og orti »Dagrúnarharm«
eftir boði Helga biskups, en Helgi sendi Jónasi tvær portvínsflöskur
fullar til launa. — í þessu húsi uppi á lofti andaðist Sigurður Breið-