Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 106
ioó
fjörð (21. júlí 1846) og var jarðsettur ræðulaust1. Höfundur þess-
arar ritgerðar heimsótti Jónas Hallgrímsson meðan hann bjó þarna,
og gaf Jónas honum náttúrufræðisbók; en mörgum árum seinna
bjó höfundurinn í sömu stofunni, sem Jónas hafði búið í; það var
um sumar. — Á hinu horninu á Bröttugötu er »Biskupshúsiö« eða
»Biskupsstofan« gamla; þar bjó Geir Vídalín biskup og þar hratt
hann Jóhanni »stríðsmanni« ofan úr götudyrunum (en ekki Jörgen-
sen, eins og segir »Jörundar sögu«) og sagði um leið: »Far þú
til helvítis*. Seinna hafa ýmsir búið þar, og þar mun barnaskól-
inn hafa verið einhverntíma í tíð Sveinbjarnar Hallgrímssonar; M.
Smith bjó þar nokkur ár, og síðan M. Johannesen kaupmaður, en
nú er húsið eign Helga Zoéga verzlunarstjóra. Bað er eitt af
gömlu húsunum, einloftað og vel bygt. Par áfast við er hið nýja
hús M. Johannesens, bygt af Norðmönnum upp á norsku; það er
á hominu á Aðalstræti og Grjótagötu, tvíloftað og stórt hús. Gagn-
vart þessum húsum er gamla prentstofan, gamalt múrhús, lágt og
einloftað, með háu þaki; þar bjó fyrrum Ulstrup landfógeti, en
seinna var þar Carl Siemsen og hafði þar sölubúð, og þar braut
Sigurður Breiðfjörð rúðuna með flöskunni, er hann fékk ekki á
hana, því það var um sunnudag, og komum við þá nokkrir skóla-
piltar frá Bessastöðum og mættum Sigurði rambandi og flýjandi
á bláum kalmúksfrakka, og hljóp hann illa, hefur kannske verið
kendur, enda var hann digur og óliðlega vaxinn og þungur á sér.
Um þetta kvað Sigurður vísuna sem byrjar svo: »Breiðfjörð fór
í búðina«. Seinna var prentverkið flutt þangað úr Viðey, og þar
voru yfirprentarar Helgi Helgason og síðan Einar Pórðarson,
þangað til prentverkið hætti að vera eign landsins. Nú eiga þeir
bræður húsið, Sturla og Friðrik Jónssynir, og hafa það fyrir vöru-
hús. Prentverkið gamla var í suðurendanum, en nú er þar geymslu-
hús; í norðurendanum var bústaður Einars prentara, en fyrir nokkr-
um ámm var þar stofnað »baðhús«, og ritað hjá dyrunum á ensku
»Public Baths«, en ekki er kunnugt hvort nokkur útlendingur hafi
fengið af sér að nota slíka kytru, enda er þetta nú farið á höf-
1 Jón Borgfirðingur, æfisaga Sigurðar bls. 41. Myndin af Sigurði í Sunnanfara
er alveg ólík honum og ekkert að marka hana. Ég hafði teiknað mynd af Sigurði
eftir minni, og lánaði hana, en fékk hana aldrei aftur. Hún var langtum svipaðri
honum, en varð náttúrlega ekki brúkuð. í*eir þóttust vita það betur. (Fleiri myndir
þar eru alveg ónýtar: Magnús Grimsson, Forleifur Jónsson, Kristinn í Engey, Bjarni
rektor ; allar fráleitar).