Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 143
'43
tækifæri til að vekja áhuga og tilfinning æskulýðsins fyrir þessari bæði
fögru og nytsömu íþrótt, sent einkum öllum sjómönnum er svo ómiss-
andi. Hinn ytri búningur kveranna er hinn ágætasti og verðið lágt.
SIGURÐUR SIGURÐSSON: UM MJÓLKURBÚ í DANMÖRKU
OG NOREGI (sérpr. úr »Búnaðarritinu«). í þessari ritgerð er bæði
mikill og nauðsynlegur fróðleikur, enda framsetningin öll lipur og greini-
leg. »Mjólkurbú« hjá höf. er það, sem Danir kalla »Mejeri«, og er
orðið að vísu gott, en heldur langt í samsetningum; má þá auðvitað
stytta orðið í »bú«, eins og hann segir. en það er miður heppilegt,
þar sem það orð er annars brúkað í málinu í miklu víðtækari merk-
ingu. Vér viljum því stinga upp á að kalla »Mejeri« mylki, sem er
stutt og þægilegt í samsetningum,
Fyrsti kafli ritgerðarinnar er um upptök, vöxt og viðgang mylkja
í Danmörku og lýsing á fyrirkomulagi þeirra. Eru þau ferns konar:
i. samágnarmylki, 2. samlagsmylki, 3. sjálfseignarmylki og 4. rjóma-
mylki. Flest þessi mylki fást eingöngu við smjörgerð. Í’ví næst er
skýrt frá smjörsýningum og mylkisskólum í Danmörku. Annar kaflinn
ræðir um mylki í Noregi, og eru þau flest annaðhvort sameignarmylki
á sama hátt og í Danmörku eða með nokkru öðru móti og kallast þá
hlutamylki. Annars skiftast þau í ýmsa flokka, t. d. 1. almylki, sem
búa til bæði smjör og osta og nota skilvélar, sem ganga fyrir gufuafli
eða vatnsafli, 2. smjörmylki, sem einungis fást við smjörgerð, 3. osta-
mylki, sem eingöngu fást við ostagerð, 4. kælimylki, sem í stað skil-
véla nota vatn og ís til að skilja með mjólkina, 3. skilvindumylki, sem
nota skilvindur, sem snúið er með handafli. Þá segir af smjórfélögum,
seljabúverkum, heimabúverkum, mylkisskólum o. fl. í þriðja kaflanum
eru almennar athugasemdir og er þar talað um búverkalag og smjör-
gerð íslendinga. Er þar sýnt fram á, hve mikla kosti sameignarmylki
hafa frarn yfir heimabúverk, jafnvel þó menn við þau noti skilvindur.
1 fjórða kaflanum er sett frarn spurningin: »Hvað getum vér gertr«
og leitast við að svara henni. Tekur höf. þar réttilega fram, að margir
örðugleikar muni á því, að koma upp mylkjum hér á landi, bæði strjál-
bygð og vegaleysi og ekki síður tortrygnisandi þjóðarinnar og skortur
á félagsskap. Þó hyggur hann að takast megi að koma upp mylkj-
um, ef byijað sé í smáum stíl fyrst um sinn, og lízt honum þá bezt á
sameignarmylki, er séu annaðhvort kœlimylki eða skilvindumylki. Senni-
legt sé og að rjómamylkin mundu ekki óhagkvæm í sumum sveitum,
og hafi þau þann mikla kost, að á þau þurfi ekki að flytja nema
rjómann einn frá bændum. En aftur þurfi þá að vera til skilvinda
heima fyrir. En óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að mylki geti komist