Eimreiðin - 01.01.1900, Blaðsíða 68
68
sem Parisade sótti upp á töfrafjallið, svo sem segir í »Púsund og
einni nótt«; hvað sem um þetta er, þá er þetta hús merkilegt, þó
lítið sé: þar býr Jónas Helgason dómkirkju-organisti og söng-
kennari. Par gagnvart á vegamótum Laugavegsins og Skólavörðu-
stígsins stendur hið reisulega hús Halldórs Pórðarsonar, tvíloftað
og með útskotum á hornunum, eitthvert hið vandaðasta og skraut-
legasta hús, og liggja höggvin steinstig með grindum beggjamegin
upp að dyrunum. Par býr Halldór Pórðarson og þar bjó Por-
steinn Gíslason, ritstjóri hins margþjáða »íslands«, sem dó af þvf
enginn borgaði; en í litlu húsi þar við áföstu er »Félagsprent-
smiðjan«, og er innangengt þangað úr aðalhúsinu; þar er fegurst
Á. Thorst. phot.
HEGNINGARHÚSIÐ (PlNGHÚSIÐ).
leturgerð hér á landi, eins og sjá má á Hallgríms-sálmum og Biflíu-
ljóðunum og fleiri bókum þaðan; þar er prentuð »Fjallkonan«. Pá
beygjum vér fyrir hornið og upp Skó/avörðustíginn, og er þá
fyrst til vinstri handar hús Árna Gíslasonar leturgrafara, sem
frægur er fyrir ritlist og málmgröft, og svo mjög, að útlendingar
hafa ekki viljað trúa, að verk hans væri gerð á íslandi. — Pá er
stór og mikilfeng steinbygging, og ekki úr höggnum steini, heldur
hlaðin upp eins og af jötnum og grjótinu klest í kalkið, minnir
það á hina kyklópisku múra og byggingar á Grikklandi; það er
FinghúS bæjarins og hegningarhús, alment kallað »tugthúsið«;
það er dimt og ískyggilegt útlits; þar dæmir landsyfirrétturinn
dóma sína eins og Æsir við Urðarbrunn, en ekki er kunnugt, að þar sé